BREKKUSÖNGUR - Elvar og Carmen 100 ára!
Reyndu aftur
Þú reyndir allt, til þess að ræða við mig.
Í gegnum tíðina ég hlustaði ekki á þig,
ég gekk áfram minn veg, niður til heljar hér um bil
reyndu aftur, ég bæði sé og veit og skil.
Nú hvert sem er, skal ég fylgja þér.
Yfir Eajuna, til tunglsins, trúðu mér
ég gekk minn breiða veg, niður til heljar hér um bil.
Reyndu aftur, ég bæði sé og veit og skil.
--------
ÉG ER KOMINN HEIM
Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund.
Kem ég heim og hitti þig, verð hjá þér alla stund.
Við byggjum saman bæ í sveit sem brosir móti sól.
Þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól.
Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga.
Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim.
Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim.
Ég er kominn heim, já, ég er kominn heim.
--------
SÍÐAN ERU LIÐIN MÖRG ÁR
Ég læðist oft upp á háaloft til að hnýsast í gömul blöð.
Þegar sit ég einn þar koma' upp minningar og atburðarás verður hröð:
Allir strákar vor' í támjóum skóm og stelpur með túberað hár.
Já, og á sunnudögum var restrasjón - en síðan eru liðin mörg ár.
Þeir greiddu í píku, á þessum dögum.
Menn greidd' í píku, undir Presleylögum.
Komdu með upp á loft, þú færð séð margt sem gerðist þá (hárið smurt með Adrett).
Ef ég mér tímavél ætti, þá gaman mér þætt' að fara aftur ein tólf, þrettán ár.
Þá fannst mér tíðin góð en brátt við verðum ellimóð.
Það var kannsk' ekkert smart, þó var ansi margt sem var skemmtilegra í „den tid“.
Þegar Glaumbær stóð var hver helgi góð; allt á fullu ár og síð.
Þá var hljómsveit í hverjum skóla,þá voru sömu vonir og þrár
og þá var rúnturinn meldingapunkturinn - en síðan eru liðin mörg ár.
--------
ÉG FANN ÞIG
Ég hef allt líf mitt leitað að þér, leitað og spurt, sérstu þar eða hér
því ég trúði að til væri þú, trúði og ég á þig nú.
Loksins ég fann þig líka þú sást mig ljóminn úr brúnu augunum skein
haltu mér fast í hjarta þér veistu að hjá mér er aðeins þú ein
Sá ég þig fyrst um sólgullið kvöld, sá þig og fann að hjá mér tókstu völd
því hjá þér ég hvíld finn og frið, ferð mín er bundin þig við
--------
ÉG VEIT ÞÚ KEMUR
Ég veit þú kemur í kvöld til mín, þó kveðjan væri stutt í gær,
ég trúi ekki á orðin þín ef annað segja stjörnur tvær.
Og þá mun allt verða eins og var, sko, áður en þú veist, þú veist,
og þetta eina sem út af bar okkar á milli í friði leyst.
Og seinna þegar tunglið hefur tölt um langan veg,
þá tölum við um drauminn sem við elskum þú og ég.
--------
LINDIN TÆR
Ó hve gott á lítil lind, leika frjáls um hlíð og dal.
Líða áfram létt sem hind, líta alltaf nýja mynd,
Hvísla ljóði að grænni grein, glettast ögn við lítinn fót.
Lauma kossi á kaldan stein, kastast áfram tær og hrein.
Ég vildi að ég væri eins og þú og vakað gæti bæði daga og nætur.
Að öllu skyldi kveða óð um unað, ást og trú sem aldrei bregst en hugga lætur.
Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær sem lög á sína hundrað strengi slær.
Hvísla ljóði að grænni grein,glettast ögn við lítinn fót.
Lauma kossi á kaldan stein, kastast áfram tær og hrein.
--------
TRAUSTUR VINUR
Enginn veit fyrr en reynir á hvort vini áttu þá.
Fyrirheit gleymast þá furðu fljótt þegar fellur á niðdimm nótt.
Já sagt er að, þegar af könnunni ölið er fljótt þá vinurinn fer.
Því segi ég það, ef þú átt vin í raun fyrir þína hönd Guði sé laun.
Því stundum verður mönnum á styrka hönd þeir þurfa þá
þegar lífið, allt í einu sýnist einskisvert.
Gott er að geta talað við einhvern sem að skilur þig.
Traustur vinur getur gert kraftaverk.
Mér varð á, og þungan dóm ég hlaut ég villtist af réttri braut.
Því segi ég það, ef þú átt vin í raun. Fyrir þína hönd Guði sé laun.
--------
Álfheiður Björk
Álfheiður Björk, ég elska þig, hvað sem þú kannt að segja við því.
Ég veit annar sveinn ást þína fær. Hvað get ég gert? Hvað get ég sagt?
Álfheiður Björk, við erum eitt. Ást okkar grandað aldrei fær neitt.
Ég veit annar sveinn hjarta þitt þráir. Hvað get ég gert? Hvað get ég sagt?
Þú mátt ekki láta þennan dóna,þennan fylliraft og róna, glepja þig.
Þú mátt ekki falla í hans hendur, oft hann völtum fótum stendur.
Hlustaðu á mig, því ég elska þig, Álfheiður Björk.
Álfheiður Björk, ég elska þig. Líf mitt er einskis virði án þín
Segð' að að þú sért mín alla tíð Álfheiður Björk, ég eftir þér bíð.
--------
SLÁ Í GEGN
Ef ég ætti óskastein, yrði óskin aðeins ein,
ég er alltaf að reyna, þú veist hvað ég meina, um frægð og framandi lönd.
Slá í gegn, , slá í gegn , þú veist að ég þrái, að slá í gegn
af einhverjum völdum, hefur það reynst mér um megn.
Ég gæti boðið þér betri kjör, bíl og íbúðbrúðarslör
vakinn og sofinn, stálsleginn, dofinn, ég reyni að öðlast frægð.
Slá í gegn, , slá í gegn - þú veist að ég þrái, að slá í gegn
af einhverjum völdum, hefur það reynst mér um megn.
Ég mundi gera næstum hvað sem er fyrir frægðinna, nema kannski að koma nakin fram.
Allt annað fyrir það, ég færi heljarstökk aftur á bak af litlu bretti fyrir frægðinna.
--------
MANSTU EKKI EFTIR MÉR
Ég er á vestur leiðinni, á háheiðinni.
Á hundrað og tíu, ég má ekki verða of seinn. O - ”.
Það verður fagnaður mikill vegna opnunar, fluggrillsjoppunnar.
Svo ég fór, og pantaði borð fyrir einn.
Ég frestaði stöðugt að fá mér starf, síðan síldin hvarf.
Enda svolítið latur til vinnu en hef það samt gott. O - ”.
Konurnar fíla það mæta vel, allflestar að ég tel
ég er og verð bóhem og finnst það flott.
Manstu’ ekki eftir mér? Mikið líturðu vel út beibí frábært hár.
Manstu’ ekki eftir mér? Hvar ertu búin að vera öll þessi ár.
Ég hef nokkurn lúmskan grun um að, ein gömul vinkona
geri sér ferð þangað líka. Ég veit hvað ég syng... O - ”
Hún er á svotil á sama aldri og ég, asskoti hugguleg
og svo er, hún á hraðri leið inn á þing.
--------
Ríðum sem fjandinn
Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn, ríðum sem fjandinn
skellum í gandinn svona skemmtir sér landinn. Hæ!
Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn, ríðum sem fjandinn
stillum ei gandinn þetta er stórkostlegt geim.
Það er fullt af bruggi í flöskunni og flatbrauðsneið í töskunni
og glóð er enn í öskunni við komum öskufullir heim.
--------
Í síðasta skipti
Ég man það svo vel, Manstu það hvernig ég sveiflaði þér
Fram og tilbaka í örmunum á mér,Ég man það, ég man það svo vel
Því þessar minningar, minningar kvelja mig, kvelja mig
Gerðu það, leyf mér að leiða þig
Í síðasta skipti, Haltu í höndina á mér og ekki sleppa
Sýndu mér aftur hvað er að elska, Og o-o-o-o
Segðu mér, Að þú finnir ekkert og enga neista
Og slokknað í þeim glóðum sem brunnu heitast, Þá rata ég út
Ég man það svo vel, Manstu það hvernig þú söngst alltaf með
Hver einasta bílferð sem tónleikar með þér, Ég man það, ég man það svo vel
Því þessar minningar, minningar kvelja mig, kvelja mig
Gerðu það, leyf mér að leiða þig
Í síðasta skipti, Haltu í höndina á mér og ekki sleppa
Sýndu mér aftur hvað er að elska, Og o-o-o-o
Segðu mér, Að þú finnir ekkert og enga neista
Og slokknað í þeim glóðum sem brunnu heitast
--------
Braggablús
Ein í bragga, Magga, gægist út um gluggann, bráğum sér hún Skugga-Baldur skunda hjá
enn einn túrinn, stúrinn, olíu á skúrinn er erfitt nema fyrir fjandans aura ağ fá.
Í vetur betur gekk henni ağ galdra til sína glaða og kalda karla sem oft gáfu aur,
en Magga í sagga, situr ein í bragga, á ekki fyir olíu, er alveg staur.
Fyrst kom Bretinn, rjóður, yndislega góður, şá bjó hún Magga á Borginni í bleikum kjól.
Svo kom Kaninn, þaninn, kommúnistabaninn, þá kættist Magga ofsalega og hélt sín jól.
Svo færðist aldur yfir eins og galdur og ávallt verra og verra var í karl ağ ná.
Nú er Magga stúrin því olíu á skúrinn er erfitt nema fyrir fjandans aura að fá.
--------
ÉG ER Á LEIÐINNI
Á morgun er kominn nýr dagur og sporin sem ég steig í nótt
fyrnast fljótt á þessum stað. Gleymir þú mér eða hvað?
Skipið skríður frá landi, með skellum við skundum á braut.
Augun skær um höfin breið mér fylgja alla leið.
Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni til þess að segja þér hve heitt ég elska þig.
En orðin koma seint og þó ég hafi reynt, mér gengur nógu illa að skilja sjálfan mig.
Á sjónum, enn ég lafi, oft ég heilann brýt um það
hvort örlögin mér hafi ætlað einmitt þennan stað.
Þú veist að ég un' ekki í landi, en verklaginn er ég á sjó
svo þú sérð að ég verð að fara þessa ferð.
Skipið skríður frá landi, með skellum við skundum á braut.
Augun skær um höfin breið mér fylgja alla leið.
--------
Á sama tíma að ári
Þú varst rennandi blaut í miðjum pollinum.
Þegar loksins ég skaut upp kollinum.
En þú komst svo seint sumir þurfa millilenda.
Samt var flogið beint velkomin á leiðarenda.
Mikið var það gott að þú skyldir koma.
Mikið var það gott að þú gast tekið á móti mér.
Mikið var það gott að þú skyldir koma.
Mikið var það gott að þú vildir koma til mín.
Í kveðju þinni stirnir af votu hvarmatári.
Ég sé þig nú samt örugglega á sama tíma að ári.
Ég sé þig nú samt örugglega á sama tíma að ári.
Hvað ég saknaði þess að finna fyrir þér.
Síðan þú sagðir bless hefur enginn haft fyrir mér.
En það er ekki svo langt síðan ég kom hér síðast.
Kannski finnst þér rangt af mér á gestrisninni að níðast.
--------
DAG SEM DIMMA NÁTT
Sólin kyssir kinn og hún snýr mér í hringi þessi gamla jörð
Heiðblár himininn, Já,allt fram streymir og við stefnum eitthvert
Hvað síðan verður, verður ekki séð hver veit hvað við eigum næst í vændum
Ég trúi á þig, trúðu á mig, Við erum við eigum við verðum
Hugsaðu til mín ef þú mátt! þú veist
hversu mikilvægt mér finnst að finna straumana
Hug minn öllum stundum þú átt
Hafðu mig í draumum þínum dag sem dimma nátt
Kvöldið kemur enn, kyrrðin fylgir húminu allt er hljótt
Kólna tekur senn og þú vefur þér þétt inn í von
í stjörnubliki, Það bærist ekki neitt, Við erum við eigum við verðum
Víst sem snjóa leysir von, Víst sem dagur rís aðeins þú þúúú
í logni og Byl í frosti eða yl ohhooooooo
--------
ÉG MUN ALDREI GLEYMA ÞÉR
Ég verð nú að kveðja'í kvöld - Ég kem ekki um sinn
Enn veit ég ekki neitt hvar er staður minn
Ég hef aldrei fengið frið, mitt förumannsblóð
Fylgir mér hvar sem ég legg mína slóð.
Ég mun aldrei gleyma þér - Allt sem best þú áttir gafstu mér
Viltu halda'í höndina'á mér - Hvert sem ég fer,
Því ég mun aldrei gleyma þér.
Þú veist ég var aðeins þinn, Vordægrin löng
Okkur sín ástarljóð öll veröldin söng
Samt verð ég að flýta för - Ég finn mig kallar á
Einhver kraftur sem enginn skilja má.
--------
ÉG SKAL SYNGJA FYRIR ÞIG
Ég áði eina nótt en áfram stefnir leið
æ, geymum tregatár ég aðeins tafði hér um skeið
en ég er maður sviðs og söngva og ég syng þar sem menn borga
ég er ráðinn annarstaðar annað kvöld
Ég fæ kannski' ekki fé um of né frægðar hárrar nýt
ég valdi forðum veg og þennan veg ég ganga hlýt
ef getur skaltu gleyma vera glöð og reyna' að dreyma
að hamingja og ást þín bíði enn
En þegar ástarsöngva syng ég skal ég syngja fyrir þig
hvað sem aðrir í þeim finna átt þú ein að skilja mig
yfir fullan sal af fólki þar sem freyðir gullið vín
gegnum haf af hundrað brosum mun ég horfa' í augu þín
Það kemur ætíð kveðjustund ég hvatt hef fyrr en nú
því áfram liggur leið og þá leið ei ratar þú
það myndi seinna svíða meira við myndum seinna skemma fleira
svo vertu sæl, ég verð að fara nú
--------
Endurfundir
Ég hef saknað þín svo mikið frá því síðast er ég sá þig
og ég þorði ekki að segja hvað bjó í hjarta mér.
En ég get ei lengur þagað er ég horfi svona á þig
því loksins hef ég skilið hvað ástarsæla er.
Því í hvert sinn er ég sé þig er eins og birti yfir öllu.
Það sem áður var svo venjulegt það breytir allt um svip.
Gráir hversdagslegir dagar sem mig áður kvöld’af leiða,
þeir fyllast nýjum ljóma í sérhvert sinn er ég sé þig.
Vertu alltaf hjá mér, þú mátt aldrei fara frá mér.
Ég skal vera þér eins góður og ég mögulega get.
Því ég elska þig svo mikið að ég gæti næstum dáið
fyrir aðeins þessa einu nótt í faðmi þér.
Í hvert sinn er ég sé þig er eins og birti yfir öllu.
Það sem áður var svo venjulegt það breytir allt um svip.
Gráir hversdagslegir dagar sem mig áður kvöld’af leiða,
þeir fyllast nýjum ljóma í sérhvert sinn er ég sé þig.
--------
FALLINN
Fallinn. Með fjóra komma níu. Eitt skelfilega skiptið enn.
Fallinn og útskúfaður maður. Er ég ekki eins og aðrir menn?
Ég er að horfa út um gluggann minn, á alla þá sem fengu fimm.
Og ég les og ég les í sól og sumaryl. Því ég verð að ná í næsta sinn.
Pabbi band sjóðandi vitlaus. Hann vill að ég verði númer eitt.
Mamma sagði að það væri ekki að marka. Ég gæti hvort eð er ekki neitt.
Ég er að horfa út um gluggann minn, á alla þá sem fengu fimm.
Og ég les og ég les í sól og sumaryl. Því ég verð að ná í næsta sinn.
--------
LÍTILL DRENGUR
Óðum steðjar að sá dagur, afmælið þitt kemur senn.
Lítill drengur, ljós og fagur lífsins skilning öðlast senn.
Vildi ég að alltaf yrðir við áhyggjurnar laus sem nú,
en allt fer hér á eina veginn í átt til foldar mjakast þú.
Ég vildi geta verið hjá þér, veslings barnið mitt.
Umlukt þig með örmum mínum. Unir hver við sitt.
Oft ég hugsa auðmjúkt til þín, einkum þegar húmar að.
Eins þótt fari óravegu átt þú mér í hjarta stað.
Man ég munað slíkan, er morgunn rann með daglegt stress
að ljúfur drengur lagði á sig lítið ferðalag til þess
að koma í holu hlýja, höfgum pabba sínum hjá.
Kúra sig í kotið hálsa, kærleiksorðin þurfti fá.
Einka þér til eftirbreytni alla betri menn en mig.
Erfiðleikar að þó steðji alltaf skaltu vara þig,
Að færast ekki í fang svo mikið, að festu þinnar brotni tré.
Allt hið góða í heimi haldi í hönd á þér og með þér sé.
--------
Sönn ást
Þó margt ég hafi séð og furðu mikið skeð fyrir okkar fyrstu kynni tel ég ekki með
tíkalls virði af litlum ævintýrum hér og þar, freistingarnar biðu okkar svo til allsstaðar.
Hjartað segir til er ástin kemst í spil.
Hvað skeði á milli okkar enn í dag, ég ekki skil.
Eldur fór um æðar mér og langar leiðir sást
að ég hafði fundið þessa einu sönnu ást.
Hugsar hver um sig þú sagðir bless við mig
jafnvel sjálfur fjandinn hefði ekki stöðvað þig.
Eftir að þú fórst þá hef ég reynt hvað er að þjást
var hún máske ímyndun þessi eina sanna ást
--------
Vegurinn heim
Þessi gamli vegur hefur lengi laðað ferðalang til og frá húsinu.
Þeir sem koma segja þeim sem heima sitja sögur af lífinu – fólkinu.
Hver vegur að heiman er vegurinn heim og hamingju sjaldan þeir ná
sem æða um í kapphlaupi við klukkuna og sjálfa sig
án þess að heyra eða sjá.
Margir draga í efa það sem áður voru hyggindi, sannindi – vísindi.
Undarleg er reynsla ótrúlega margra af vistinni á jörðinni – ástinni.
--------
Þá kemur þú
Þrýstingurinn í loftinu er veðrið inní mér
Þó ég lækki um eitt millibar, get ég ekkert sagt á ekkert svar
Stormurinn á undan logninu er biðin eftir þér
Nú spáir roki og spáir kvíða, áframhaldandi kuldum víða
Hvenær get ég hætt að skríða og gengið uppréttur
Svo kemur þú, svo kemur þú
Þá rofar til á milli hríða, Þú ert friðurinn á milli stríða
Svo kemur þú, svo kemur þú
Þér fylgir jafnan logn og blíða, Sunnanátt og almenn þíða
Þó ég biðji um nýja veðurspá er ekkert víst að úr henni rætist
Er áhugasamur um eigin gróður en hef aldrei verið veturfróður og
Lægðirnar sem leggjast á mig koma í veg fyrir að ég kætist
Þegar dagurinn verður aldrei bjartur og hugurinn orðinn bikarsvartur
Einsog óbotnaður fyrripartur, órímaður
--------
ÞAÐ ER GOTT AÐ ELSKA
Það var einn morgun snemma sumars, þegar sólin kíkti inn
ég sat við gluggann með kaffið, var að horfa á himininn
geislarnir tipluðu inn á hvítum fótum og földu brosin sín
og fundu þig undir sænginni mjúku og opnuðu augun þín.
Það er gott að elska, og það er gott að elska
það er gott að elska, konu eins og þig.
Þú býður mér blíðlega góðan dag og drekkur þitt kínverska te
dimmblá fegurð augna þinna er það eina sem ég sé
Það er ljúft að horfa á þig og finna friðinn sem leggur frá þér
þú ert falleg svona nývöknuð, þú ert allt sem ég óska mér.
Og nú er ég orðinn faðir og finn hversu ljúft það er
að fá furðu smáar hendur að morgni dags um háls á mér.
Og gagnvart konu eins og þér er ástin mitt eina svar
og ef það er líf eftir þetta líf þá mun ég elska þig líka þar.
--------
ÞAÐ GETA EKKI ALLIR VERIÐ GORDJÖSS
Líkt og fuglinn Fönix rís, fögur lítil diskódís
upp úr djúpinu, gegnum diskóljósafoss.
Ég er flottur, ég er frægur, ég er kandís kandífloss.
Söngröddin er silkimjúk, sjáið bara þennan búk
instant klassík, hér er allt á réttum stað.
Ég er fagur, ég er fríður, ég er glamúr gúmmelað.
Það geta' ekki allir verið gordjöss. Það geta' ekki allir verið töff.
Það geta' ekki allir orðið fabjúlöss, eins og ég.
Það geta' ekki allir verið gordjöss. Það geta' ekki allir meikað' það, eins og ég.
Húðinni í Díor drekkt, dressið óaðfinnanlegt
hvílík fegurð, hvað get ég sagt?
Ég er dúndur, ég er diskó, það er mikið í mig lagt.
Það geta' ekki allir verið gordjöss.
Það geta' ekki allir verið töff.
Það geta' ekki allir orðið fabjúlöss, eins og ég.
Það geta' ekki allir verið gordjöss.
Það geta' ekki allir meikað' það, eins og ég.
--------
ÞJÓÐVEGURINN
Nú finn ég fiðringinn, ég fylli bílinn minn.
Þar er að verki gamli ferðahugurinn.
Svo er ekið af stað og ekki áð um sinn.
Ég ætla að glíma í allan dag við þjóðveginn.
Ég tek minn poka og tjald, tek mitt veiðidót.
Við tekur hamslaus keyrsla yfir urð og grjót.
Og á áfangastað hvíld og gleði ég finn.
Allan daginn hef ég glímt við þjóðveginn.
Glímt við þjóðveginn, þessa grýttu braut.
Glímt við þjóðveginn, gegnum dalanna skaut.
Tjaldið upp að slá, fjöllin eru blá.
Nú liggur ekki lengur lífið á.
Má ég skríða hér inn, oní svefnpokann þinn?
Því ég hef allan daginn glímt við þjóðveginn.
Tjaldið upp að slá, fjöllin eru blá.
Nú liggur ekki lengur lífið á.
Má ég skríða hér inn, oní svefnpokann þinn?
Því ég hef allan daginn glímt allan daginn glímt,
því ég hef allan daginn glímt við þjóðveginn.
--------
Þú komst við hjartað í mér
Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér.
Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú komst við hjartað í mér.
Á diskóbar, ég dansaði frá sirka tólf til sjö.
Við mættumst þar, með hjörtun okkar brotin bæði tvö.
Ég var að leita að ást! ég var að leita að ást!
Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég, þú komst, þú komst við hjartað í mér.
Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú komst við hjartað í mér.
Það er munur á, að vera einn og vera einmana.
Ég gat ei meir, var dauðþreyttur á sál og líkama.
Ég var að leita að ást! ég var að leita að ást!
Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég þú komst, þú komst við hjartað í mér.
Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú komst við hjartað í mér, ó sem betur fer.
Á diskóbar, ég dansaði frá sirka tólf til sjö.
Við mættumst þar, með hjörtun okkar brotin bæði tvö.
Ég var að leita að ást! ég var að leita að ást!
Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég,þú komst, þú komst við hjartað í mér.
ég þori að mæta hverju sem er, þú komst, þú komst við hjartað í mér, ó sem betur fer.
Og sem betur fer og sem betur fer, þá fann ég þig hér.
Og sem betur fer og sem betur fer, þá fann ég þig hér
Safnaðarfulltrúinn fríður.