Það var árið 2003 sem formlega upptökur hófust af þessum hljómdisk. Eitt lagið hafði verið tekið upp við frumstæðar aðstæður vegna atburðar sem gerðis árið 2000. Textarnir fæddust einn af öðrum frá árinu 2000-2004 og hafa lítið eða ekkert breyst síðan.
Lögin eru öll erlend og samin af hinum og þessum og fluttaf einhverjum allt öðrum. Flest hafa á einhverju tíma orðið vinsæl í Rednecksýslum Bandaríkjanna en lögin voru valin með tilliti til áhrifa sem þau höfðu á mig á sínum tíma en voru reyndar ætluð þremur söngvurum. Einhvern veginn þróaðist það þannig að ég söng þau öll inn sjálfur en þó með góðra manna hjálp og skemmtilegastir voru án efa dúettarnir með Ölmu Rut og Sjonna Brink.
Árin liðu og upptökur gengu hægt enda gert með góðra vina hjálp og tilgangurinn ekki knýjandi né háar launagreiðslur í boði. Eftir að hafa hætt nokkrum sinnum við gerð plötunnar þá er þó komið að því að hún er tilbúinn og þar með er punkturinn settur fyrir aftan i-ið á þessu átta ára verkefni.
Hljómlistarmennirnir á plötunni eru úrvalsdrengir. Ég var svo heppinn að fá minn uppáhaldstrommuleikara Óla Hólm til að tromma. Sömu sögu má segja með bassaleikarann Róbert Þórhallsson og píanó og hljómborðsleikarann Þóri Úlfarsson. Allir þessir snillingar spiluðu inn á öll lögin í hálfgerðri sjálfboðavinnu og kann ég þeim miklar þakkir fyrir. Stærsta hlutverkið spilaði þó Vignir "litlibróðir" Vigfússon en hann spilaði á ótal hljóðfæri svo sem rafmagnsgítara,kassagítara, slidegítara, mandólín, banjó og mörg fleiri auk þess að stjórna upptökum og ráðleggja mér í einu og öllu. Honum fæ ég seint þakkað og ég veit að þetta reyndi stundum á bræðraböndin sem eru þó jafn sterk og fyrr eftir allt.
Eins og áður sagði þá naut ég fulltingis vina minna, hennar Ölmu Rutar og Sjonna Bring í sitt hvoru laginu og voru það líklega skemmtilegustu upptökurnar. Blessuð sé minning hans Sjonna sem fékk því miður aldrei að heyra lagið fullklárað. Stefán Örn Gunnlaugsson, stundum kenndur við Buffið söng raddir í einum 4 lögum en um aðra röddun sá ég sjálfur (auk einstakra gítarhljóma) þó með undantekningu á laginu Tvöfaldur Kafteinn sem margir af mínu bestu vinum tóku undir í. Öllu þessu fólki kann ég miklar þakkir og bið um leið marga vini mína afsökunar á að hafa ekki kallað þá með mér í stúdíóið. Að loku má geta þess að munnhörpuleikur og slidegítar voru teknir upp í OmniStudio í Nashville hjá kunningja mínum honum Steve Tveit. Það var allt gert um vorið 2007 og því miður glötuðust nöfn þeirra einstaklinga í tölvu- og email uppfærslum. Ég vona að mér verði fyrirgefið en þjónustan þar og hljóðfæraleikur er til fyrirmyndar.
Fjölskylda og margir vinir mínir hafa stutt mig og hvatt mig áfram í verkefninu. Allt of langt er að telja alla upp og um leið hætta á að maður gleymi einhverjum. í öllu ferlinu eru þó nokkrir aðilar sem hafa verið ágengari en aðrir og eru tengsl við Vestamanneyjar sterk. Það verður mér mikill heiður að afhenda þessum heiðursmönnum fyrstu eintökin af þessum hljómdisk.
Hljómsveitin Bronz
Hjörtur Fr. Vigfússon söngur, raddir, gítar
Vignir Snær Vigfússon Rafmagnsgítar, kassagítar, strengir og margt fleira
Óli Hólm Trommur, slagverk
Róbert Þórhallsson Bassagítar, kontrabassi
Þórir Úlfarsson Píanó, hljómborð
Sjonni Brink söngur í "Lukku Lísa"
Alma Rut söngur í "Kom ei grátandi heim"
Stefán Örn Gunnlaugsson raddir í: "Vertu mín", "Tvö stök tár", "Tölum um mig" og "Eina nótt"
Ýmis sjaldgæfari hljóðfæri lausamenn í "Omnistudio", (Steve Tveit)
Platan er mestur leyti tekinn upp í Stúdíó RMP en einnig í OmniStudio og Stúdíó E7
Upptökum stjórnaði Vignir Snær Vigfússon Hljóðblöndun var í höndum Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar