brekkusongur

BREKKUSÖNGUR -  Úthlíð 2018

 

AÐ LÍFIÐ SÉ SKJÁLFANDI LÍTIÐ GRAS

Að lífið sé skjálfandi lítið gras, má lesa í kvæði' eftir Matthías,
en allir vita, hver örlög fær sú urt, sem hvergi í vætu nær.
Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið "hífaður".

Það sæmir mér ekki sem Íslending að efast um þjóðskáldsins staðhæfing,
en skrælna úr þurrki ég víst ei vil og vökva því lífsblómið af og til.
Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið "hífaður".

Nú þekkist sú skoðun og þykir fín, að þetta vort jarðlíf sé ekkert grín,
menn eigi að lifa hér ósköp trist og öðlast í himninum sæluvist.
Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið "hífaður".

En ég verð að telja það tryggara að taka út forskot á sæluna,
því fyrir því gefst engin "garantí" að hjá guði ég komist á fyllirí.
Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið "hífaður".

--------
Det var brændevin í flasken

brændevin i flasken da vi kom. Det var brændevin i flasken da vi kom.
Men da vi gik så var den tom. Det var brændevin i flasken da vi kom.

De var allesamen jomfru da vi kom. De var allesamen jomfru da vi kom
Men da vi gik så var de bom. De var allesamen jomfru da vi kom.

Mér er sama hvar ég lendi, þega'r ég dey.
Mér er sama hvar ég lendi, þega'r ég dey.
Ég á vini' á báðum stöðum, sem þar bíða mín í röðum.
Mér er sama hvar ég lendi, þega'r ég dey.

--------
ÉG ER KOMINN HEIM

Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund.
Kem ég heim og hitti þig, verð hjá þér alla stund.
Við byggjum saman bæ í sveit sem brosir móti sól.
Þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól.

Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga.
Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim.

Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim.
Ég er kominn heim, já, ég er kominn heim.

--------
ÉG FANN ÞIG

Ég hef allt líf mitt leitað að þér, leitað og spurt, sértu þar eða hér
því ég trúði að til væri þú, trúði og ég á þig nú.

Loksins ég fann þig líka þú sást mig ljóminn úr brúnu augunum skein
haltu mér fast í hjarta þér veistu að hjá mér er aðeins þú ein

Sá ég þig fyrst um sólgullið kvöld, sá þig og fann að hjá mér tókstu völd
því hjá þér ég hvíld finn og frið, ferð mín er bundin þig við

--------
ÉG VEIT ÞÚ KEMUR

Ég veit þú kemur í kvöld til mín, þó kveðjan væri stutt í gær,
ég trúi ekki á orðin þín ef annað segja stjörnur tvær.
Og þá mun allt verða eins og var, sko, áður en þú veist, þú veist,
og þetta eina sem út af bar okkar á milli í friði leyst.

Og seinna þegar tunglið hefur tölt um langan veg,
þá tölum við um drauminn sem við elskum þú og ég.

--------
JÁTNING

Enn birtist mér í draumi sem dýrlegt ævintýr,
hver dagur, sem ég lifði' í návist þinni.
Svo morgunbjört og fögur í mínum huga býr
hver minning um vor sumarstuttu kynni.

Og ástarljóð til þín verður ævikveðja mín,
er innan stundar lýkur göngu minni.
Þá birtist mér í draumi sem dýrlegt ævintýr,
hver dagur, sem ég lifði' í návist þinni.

--------
KOMDU INN Í KOFANN MINN

Komdu inn í kofann minn, er kvölda' og skyggja fer.
Þig skal aldrei iðra þess að eyða nótt hjá mér.
Við ævintýraeldana er ýmislegt að sjá,
og glaður skal ég gefa þér allt gullið, sem ég á,

Komdu inn í kofann minn, er kvölda' og skyggja fer.
Alltaf brennur eldurinn á arninum hjá mér.
Eg gleymdi einni gjöfinni og gettu hver hún er.
Ég gleymdi bestu gjöfinni, ég gleymdi sjálfum mér.

--------
KVÖLDSIGLING

Bátur líður út um Eyjasund, enn er vor um haf og land,
syngur blærinn einn um aftanstund, aldan niðar blítt við sand.
Ævintýrin eigum ég og þú, ólgar blóð og vaknar þrá.
Fuglar hátt á syllum byggja bú, bjartar nætur vaka allir þá.

Hvað er betra en vera ungur og ör, eiga vonir og æskufjör?
Geta sungið, lifað leikið sér létt í spori hvar sem er
og við öldunið um aftanstund eiga leyndarmál og ástarfund,
eiga leyndarmál og ástarfund.

--------
Kátir voru kallar

Kátir voru karlar á kútter Haraldi.
Til fiskiveiða fóru frá Akranesi.
Og allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó.
Af ánægju út að eyrum hver einasta kerling hló.

--------
LJÚFA ANNA

Ljúfa Anna, láttu við vissu fá.
Þú ein getur læknað mín hjartasár.
Í kvöld er ég sigli' á sænum í svala, ljúfa blænum,
æ komdu þá svo blíð á brá út í bátinn mér einum hjá.

--------
UNDIR BLÁHIMNI

Undir bláhimni blíðsumars nætur barst’ í arma mér rósfagra mey.
Þar sem döggin í grasinu grætur, gárast tjörnin í suðrænum þey.

Ég var snortinn af yndisleik þínum, ástarþráin er vonunum felld.
Þú ert ljósblik á lífshimni mínum, þú er ljóð mitt og stjarna í kveld.

Ég vil dansa við þig, meðan dunar þetta draumblíða lag, sem eg ann.
Meðan fjörið í æðunum funar af fögnuði hjartans, er brann.

Og svo dönsum við dátt, það er gaman, meðan dagur í austrinu rís.
og svo leiðumst við syngjandi saman út í sumarsins paradís.

--------
Vertu til er vorið kalla á þig

Vertu til, er vorið kallar á þig, vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út, því að sólskinið vill sjá þig sveifla haka, rækta nýjan skóg.

--------
Viltu með mér vaka í nótt

Viltu með mér vaka' í nótt?
Vaka' á meðan húmið hljótt
leggst um lönd og sæ, lifnar fjör í bæ?
Viltu með mér vaka' í nótt?

Vina mín kær, vonglaða mær, ætíð ann ég þér.
Ást þína veittu mér aðeins þessa einu nótt.

--------
Ó María mig langar heim

Hann sigldi út um höfin blá í 17 ár og sjómennsku kunni hann upp á hár,
Hann saknaði alla tíð stúlkunnar og mynd hennar stöðugt í hjarta hann bar.

”, María mig langar heim. ”, María mig langar heim.
Því heima vil ég helst vera. ”, María hjá þér.

Í höfnum var hann hrókur mikils fagnaðar hann heillaði þar allar stúlkurnar
en aldrei hann meyjarnar augum leit það átti ekki við hann að rjúfa sín heit.

Loks kom að því, hann vildi halda heim á leið til hennar sem sat þar og beið og beið
hann hætti til sjós, tók sinn hatt og staf og heimleiðis sigldi um ólgandi haf.

En fleyið bar hann aldrei heim að fjarðarströnd.
Hann siglir ei lengur um ókunn lönd.
En María bíður og bíður enn
Hún bíður og vonar hann komi nú senn.

--------
Ó, Jósep Jósep

Jósep, bágt á ég að bíða og bráðum hvarma mína fylla tár,
því fyrr en varir æskuárin líða og ellin kemur með sín gráu hár.
Ég spyr þig, Jósep, hvar er karlmannslundin og kjarkur sá er prýðir hraustan mann.
Hvenær má ég klerkinn panta, kjarkinn má ei vanta,
Jósep, Jósep, nefndu daginn þann.

Hvenær má ég klerkinn panta, kjarkinn má ei vanta,
Jósep, Jósep, nefndu daginn þann.

--------
Þórsmerkurljóð

Ennþá geymist það mér í minni, María, María,
hvernig við fundumst í fyrsta sinni, María, María.
Upphaf þess fundar var í þeim dúr, að ætluðum bæði í Merkurtúr.
María, María, María, María, María, María.

Margt skeður stundum í Merkurferðum, María, María,
mest þó ef Bakkus er með í gerðum, María, María.
Brátt sátu flestir kinn við kinn og kominn var galsi í mannskapinn.
María, María, María, María, María, María.

Troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér, María, María,
síðan ætla' ég að sofa hjá þér, María, María.
Svo örkum við saman vorn æfiveg er ekki tilveran dásamleg.
María, María, María, María, María, María.

--------
Kristján í Stekkholti

Kristján í Stekkholti í kaupstað með nautin sín ríður.
Kúfskjótta merin sem ljósgeisli um jörðina líður.
Hátt ber hans lof.
Hans er þó aldrei um of.
Safnaðarfulltrúinn fríður.