Penha Longa - Íslensk sönglög ÍSLENSKA - TEXTAR (smella til að sækja pdf 2016)
Álfheiður Björk
Álfheiður Björk, ég elska þig,
hvað sem þú kannt að segja við því.
Ég veit annar sveinn ást þína fær.
Hvað get ég gert? Hvað get ég sagt?
Álfheiður Björk, við erum eitt.
Ást okkar grandað aldrei fær neitt.
Ég veit annar sveinn hjarta þitt þráir.
Hvað get ég gert? Hvað get ég sagt?
Þú mátt ekki láta þennan dóna,
þennan fylliraft og róna, glepja þig.
Þú mátt ekki falla í hans hendur,
oft hann völtum fótum stendur.
Ó, hlustaðu á mig , því ég elska þig, Álfheiður Björk.
Álfheiður Björk, ég elska þig.
Líf mitt er einskis virði án þín
Segð' að að þú sért mín alla tíð
Álfheiður Björk, ég eftir þér bíð.
--------
BLINDSKER
Skömmu áður en vindurinn sofnar uppi á hæðunum
eins og morgun döggin sprettur svitinn fram.
Andartaki áður en nýr dagur kemur með póstinum
ákveður sólin að hylja sinn harm.
Og ég veit að ég þarf að leika sama leikinn,
veruleikinn er eins og gömul mynd.
Ég sest niður með kaffi, set Bowie á fóninn.
Þitt uppáhalds lag var "Wild is the wind".
Öll þessi ár sem gáfu okkur það sem aðrir óskuðu sér.
Elskendur í stormi sem aldrei sáu að ástin var aðeins blindsker.
Ég geng sömu götuna, hitti sama fólkið,
geri sömu hlutina og ég gerði með þér.
Þó dagurinn sé sá sami, er það ekki sama nóttin,
því nóttin var okkar tími til að byrja með.
--------
DAGNÝ
Er sumarið kom yfir sæinn og sólskinið ljómaði um bæinn
og vafði sérheiminn að hjarta, ég hitti þig ástin mín bjarta.
Og saman við leiddumst og sungum með sumar í hjörtunum ungum,
hið ljúfasta úr lögunum mínum, ég las það úr augunum þínum.
Þótt húmi um heiðar og voga, mun himinsins stjörnudýrð loga
um ást okkar, yndi og fögnuð þó andvarans söngrödd sé þögnuð.
--------
DRAUMUR UM NÍNU
Núna ertu hjá mér, Nína.
Strýkur mér um vangann, Nína.
Ó, halt'í höndina á mér, Nína.
Því þú veist að ég mun aldrei aftur.
Ég mun aldrei, aldrei aftur.
Aldrei aftur eiga stund með þér.
Það er sárt að sakna einhvers.
Lífið heldur áfram - til hvers?
Ég vil ekki vakna, frá þér.
Því ég veit að þú munt aldrei aftur.
Þú munt aldrei, aldrei aftur.
Aldrei aftur strjúka vanga minn.
Þegar þú í draumum mínum birtist
allt er ljúft og gott.
Og ég vild'ég gæti sofið heila öld.
Því að nóttin veitir aðeins
skamma stund með þér.
-Er ég vakna... Nína, þú ert ekki lengur hér.
-Opna augun... Engin strýkur blítt um vanga mér.
Dagurinn er eilífð án þín.
Kvöldið kalt og tómlegt án þín.
Er nóttin kemur fer ég til þín.
--------
EF ÞÚ ERT MÉR HJÁ
Vetur kemur og vetur fer, en alltaf vorar í sálinni á mér
ef aðeins þú ert mér hjá, þú ert mér hjá, þú ert mér hjá.
Alltaf ertu svo blíð og góð, kjútípæjan mín trítilól,
ef aðeins þú ert mér hjá, þú ert mér hjá, þú ert mér hjá
Og þó ég oft í djeilið lendi fyrir vín
þá kemur þú með brosið þitt blítt til mín.
Og sama hvar um heiminn ég hvolfist og fer.
Mitt hjarta verður eftir hjá þér.
Syngjum glöð darídúdadæ, dátt af gleði ég syng og hlæ
ef aðeins þú ert mér hjá, þú ert mér hjá, þú ert mér hjá.
--------
Endurfundir
Ég hef saknað þín svo mikið frá því síðast er ég sá þig
og ég þorði ekki að segja hvað bjó í hjarta mér.
En ég get ei lengur þagað er ég horfi svona á þig
því loksins hef ég skilið hvað ástarsæla er.
Því í hvert sinn er ég sé þig er eins og birti yfir öllu.
Það sem áður var svo venjulegt það breytir allt um svip.
Gráir hversdagslegir dagar sem mig áður kvöld’af leiða,
þeir fyllast nýjum ljóma í sérhvert sinn er ég sé þig.
Ó vertu alltaf hjá mér, þú mátt aldrei fara frá mér.
Ég skal vera þér eins góður og ég mögulega get.
Því ég elska þig svo mikið að ég gæti næstum dáið
fyrir aðeins þessa einu nótt í faðmi þér.
--------
ÉG ELSKA ÞIG ENN
Það var svo gott, það var svo fínt,
á meðan það stóð. Ekkert varir endalaust
og maður er eirðarlaus sála sem fær aldrei nóg.
Lifir í glóð gegnum mitt líf
straumurinn gamli, skjöldur og hlíf þess sem ég fann
í fyrsta sinn þegar ég sá þig. Ennþá ég finn hann.
Og ég elska þig enn, ég elska elska þig enn.
--------
ÉG ER KOMINN HEIM
Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund.
Kem ég heim og hitti þig, verð hjá þér alla stund.
Við byggjum saman bæ í sveit sem brosir móti sól.
Þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól.
Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga.
Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim.
Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim.
Ég er kominn heim, já, ég er kominn heim.
--------
ÉG ER Á LEIÐINNI
Á morgun er kominn nýr dagur og sporin sem ég steig í nótt
fyrnast fljótt á þessum stað. Gleymir þú mér eða hvað?
Skipið skríður frá landi, með skellum við skundum á braut.
Augun skær um höfin breið mér fylgja alla leið.
Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni
til þess að segja þér hve heitt ég elska þig.
En orðin koma seint og þó ég hafi reynt,
mér gengur nógu illa að skilja sjálfan mig.
Á sjónum, enn ég lafi, oft ég heilann brýt um það
hvort örlögin mér hafi ætlað einmitt þennan stað.
Þú veist að ég un' ekki í landi, en verklaginn er ég á sjó
svo þú sérð að ég verð að fara þessa ferð.
--------
ÉG ER EKKI ALKI
Ég er ekki nærri eins blautur og margir halda
ég er ekki einn af þeim sem eru með mas.
En ég viðurkenni vel að ég fæ mér þó í glas
ég viðurkenni jú að það kostar stundum þras
en ég er ekki alki fyrir fimmaura.
Ég er ekki einn af þeim sem sofna fullur
ég er ekki einn af þeim sem vakna skel.
En viðurkenni vel ef að þynnkan angrar mig
ég viðurkenni það þá skít ég einum öllara á mig.
Ég er ekki alki, ég er ekki alki
ég er ekki alki fyrir fimmaura.
Ég er ekki einn af þeim sem kýli konur
ég er ekki einn af þeim sem hræði börn.
En ég viðurkenni vel ef að ráðist er á mig
ég viðurkenni það þá launar Sumarliði fyrir sig.
Ég er ekki einn af þeim sem keyrir fullur
Ég er ekki einn af þeim sem tek þann séns.
En ég viðurkenni vel ef ég þarf að ná í öl
Ég viðurkenni það þá spæni ég upp malbiki og möl.
--------
ÉG FANN ÞIG
Ég hef allt líf mitt leitað að þér
leitað og spurt, sértu þar eða hér
því ég trúði að til væri þú,
trúði og ég á þig nú.
Loksins ég fann þig líka þú sást mig
ljóminn úr brúnu augunum skein
haltu mér fast í hjarta þér veistu
að hjá mér er aðeins þú ein
Sá ég þig fyrst um sólgullið kvöld
sá þig og fann að hjá mér tókstu völd
því hjá þér ég hvíld finn og frið
ferð mín er bundin þig við
--------
ÉG LIFI Í DRAUMI
Ég lifi' í draumi dreg hvergi mörkin dags og nætur
sveiflast aðeins ósjálfrátt
Í hægum gangi á fullt í fangi með að finna það
sem oftast reynist öfug átt.
Það er líkt og ég sé laus úr öllum viðjum
lentur hringsólandi á vegi miðjum.
Ég lifi í draumi dreg hvergi mörkin dags og nætur
sveiflast aðeins ósjálfrátt.
Ég lifi í tómi tek engan þátt í trylltum dansi
fólksins allt í kringum mig.
Aleinn á randi veit að minn vandi er að vera þar
sem enginn getur áttað sig.
Það er líkt og ég sé lagstur út í bili
leitandi að báti á réttum kili.
Ég lifi í tómi tek engan þátt í trylltum dansi
fólksins allt í kringum mig.
Ég lifi í veröld veit ekki hvaða vindar þjóta,
en þeir fara fram hjá mér.
Einskonar fangi á víðavangi eða varnarlaus
gegn því sem er á meðan er.
Það er líkt og ég sé lamaður af ótta.
Líf mitt rennur burt á hröðum flótta.
Ég lifi í veröld veit ekki hvaða vindar þjóta
en þeir fara framhjá mér.
--------
ÉG MUN ALDREI GLEYMA ÞÉR
Ég verð nú að kveðja'í kvöld
Ég kem ekki um sinn
Enn veit ég ekki neitt hvar er staður minn
Ég hef aldrei fengið frið, mitt förumannsblóð
Fylgir mér hvar sem ég legg mína slóð.
Ég mun aldrei gleyma þér
Allt sem best þú áttir gafstu mér
Viltu halda'í höndina'á mér
Hvert sem ég fer,
Því ég mun aldrei gleyma þér.
Þú veist ég var aðeins þinn, Vordægrin löng
Okkur sín ástarljóð öll veröldin söng
Samt verð ég að flýta för
Ég finn mig kallar á
Einhver kraftur sem enginn skilja má.
--------
ÉG SKAL SYNGJA FYRIR ÞIG
Ég áði eina nótt en áfram stefnir leið
æ, geymum tregatár, ég aðeins tafði hér um skeið
en ég er maður sviðs og söngva og ég syng þar sem menn borga
ég er ráðinn annarstaðar annað kvöld
Ég fæ kannski' ekki fé um of né frægðar hárrar nýt
ég valdi forðum veg og þennan veg ég ganga hlýt
ef getur skaltu gleyma, vera glöð og reyna' að dreyma
að hamingja og ást þín bíði enn
En þegar ástarsöngva syng ég skal ég syngja fyrir þig
hvað sem aðrir í þeim finna átt þú ein að skilja mig
yfir fullan sal af fólki þar sem freyðir gullið vín
gegnum haf af hundrað brosum mun ég horfa' í augu þín
Það kemur ætíð kveðjustund, ég hvatt hef fyrr en nú
því áfram liggur leið og þá leið ei ratar þú
það myndi seinna svíða meira, við myndum seinna skemma fleira
svo vertu sæl, ég verð að fara nú
--------
ÉG VEIT ÞÚ KEMUR
Ég veit þú kemur í kvöld til mín, þó kveðjan væri stutt í gær,
ég trúi ekki á orðin þín ef annað segja stjörnur tvær.
Og þá mun allt verða eins og var, sko, áður en þú veist, þú veist,
og þetta eina sem út af bar okkar á milli í friði leyst.
Og seinna þegar tunglið hefur tölt um langan veg,
þá tölum við um drauminn sem við elskum þú og ég.
--------
Ég á líf
Lagði ég af stað í það langa ferðalag
ég áfram gekk í villu eirðarlaus
Hugsaði ekki um neitt, ekki fram á næsta dag
Einveru og friðsemdina kaus
Ég á líf, ég á líf yfir erfiðleika svíf
Ég á líf, ég á líf vegna þín
Þegar móti mér blæs yfir fjöllin há ég klíf
Ég á líf, ég á líf, ég á líf
Ég skildi ekki ástina sem öllu hreyfir við
þorði ekki að faðma og vera til
Fannst sem ætti ekki skilið að opna huga minn
og hleypa bjartri ástinni þar inn
Og ég trúi því, já ég trúi því
kannski opnast fagrar gáttir himins
Yfir flæðir fegursta ástin hún umvefur mig alein
--------
FALLINN
Fallinn. Með fjóra komma níu.
Eitt skelfilega skiptið enn.
Fallinn og útskúfaður maður.
Er ég ekki eins og aðrir menn?
Ég er að horfa út um gluggann minn,
á alla þá sem fengu fimm.
Og ég les og ég les í sól og sumaryl.
Því ég verð að ná í næsta sinn.
Pabbi band sjóðandi vitlaus.
Hann vill að ég verði númer eitt.
Mamma sagði að það væri ekki að marka.
Ég gæti hvort eð er ekki neitt.
--------
HJÁLPAÐU MÉR UPP
Hjálpaðu mér upp, ég get það ekki sjálfur,
ég er orðinn leiður á að liggja hér.
Gerum eitthvað gott, gerum það saman,
ég skal láta fara lítið fyrir mér.
:,:Hjálpaðu mér upp,
mér finnst ég vera að drukkna:,:
Hvað getum við gert ef aðrir bjóða betur,
dregið okkur saman og skriðið inní skelina.
Nei það er ekki hægt, að vera minni maður
og láta slíkt og annað eins spyrjast út um sig
Hjálpaðu mér upp ...
Þú! Þú getur miklu betur en þú hefur gert.
Þú! Þú ert ekki sami maður og þú varst í gær.
Þú! Þú opnar ekki augun fyrr en allt of seint,
opnar ekki augun fyrr en allt er orðið breytt.
Hjálpaðu mér upp, mér finnst ég vera að drukkna,
drukkna í öllu þessu í kringum mig.
Flýtum okkur hægt, gerum það í snatri.
Ég verð að láta fara lítið fyrir mér.
Hjálpaðu mér upp ...
--------
Í FJARLÆGÐ
Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur
og fagrar vonir tengdir líf mitt við.
Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum, ljúfum dvel ég hjá.
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm er kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina
sem aldrei gleymist meðan lífs ég er.
--------
ÍSLAND ÖGRUM SKORIÐ
Ísland ögrum skorið eg vil nefna þig,
sem á brjóstum borið og blessað hefur mig
fyrir skikkan skaparans, vertu blessað, blessi þig
blessað nafnið hans.
--------
Kóngur einn dag
Allt mitt líf er andartak í tímans hafi
og öll mín tár þar týnast eitt og eitt.
Kóngur einn dag þann næsta ert á bólakafi
þú reyndir sund sem þýðir ekki neitt.
Og eftir situr sársaukinn, og stundum soldil hamingja.
Ef þú skyldir finn' ana í öllum bænum grípt' ana.
Ég sem týndi sjálfum mér, fann' ana og misst' ana
Eftir sit ég hugstola, svo ömurlega einmana.
--------
LINDIN TÆR
Ó hve gott á lítil lind leika frjáls um hlíð og dal.
Líða áfram létt sem hind, líta alltaf nýja mynd,
Hvísla ljóð' að grænni grein, glettast ögn við lítil blóm,
lauma kossi á kaldan stein, kastast áfram tær og hrein.
Ég vildi að ég væri eins og þú
og vakað gæti bæði daga og nætur.
Að öllu skyldi kveða óð um unað, ást og trú
sem aldrei bregst en hugga lætur.
Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær
sem lög á sína hundrað strengi slær.
--------
LÍFIÐ ER YNDISLEGT
Á þessu ferðalagi fylgjumst við að
við eigum örlítinn vonarneista fyrir hvort annað
í ljósu mánaskini vel ég mér stund og segi
ég myndi klífa hæstu hæðir fyrir þig
ég væri ekkert án þín myrkrið hverfur því að
lífið er yndislegt, sjáðu, það er rétt að byrja hér
lífið er yndislegt með þér
blikandi stjörnur skína himninum á
hún svarar ég trúi varla því sem augu mín sjá og segir
ég gef þér hjarta mitt þá skilyrðislaust
ég veit að þú myndir klífa hæstu hæðir fyrir mig
ég væri ekkert án þín myrkrið hverfur því að
lífið er yndislegt sjáðu það er rétt að byrja hér
lífið er yndislegt með þér
nóttin hún færist nær hér við eigum að vera
núna ekkert okkur stöðvað fær
undir stjörnusalnum inní Herjólfsdalnum
lífið er yndislegt sjáðu það er rétt að byrja hér
lífið er yndislegt með þér
--------
LÍTILL DRENGUR
Óðum steðjar að sá dagur, afmælið þitt kemur senn.
Lítill drengur, ljós og fagur, lífsins skilning öðlast senn.
Vildi ég að alltaf yrðir við áhyggjurnar laus sem nú,
en allt fer hér á eina veginn í átt til foldar mjakast þú.
Ég vildi geta verið hjá þér, veslings barnið mitt.
Umlukt þig með örmum mínum. Unir hver við sitt.
Oft ég hugsa auðmjúkt til þín, einkum þegar húmar að.
Eins þótt fari óravegu, átt þú mér í hjarta stað.
Man ég munað slíkan, er morgunn rann með daglegt stress
að ljúfur drengur lagði á sig, lítið ferðalag til þess
að koma í holu hlýja, höfgum pabba sínum hjá.
Kúra sig í kotið hálsa, kærleiksorðin þurfti fá.
Einka þér til eftirbreytni alla betri menn en mig.
Erfiðleikar að þó steðji, alltaf skaltu vara þig,
Að færast ekki í fang svo mikið, að festu þinnar brotni tré.
Allt hið góða í heimi haldi í hönd á þér og með þér sé.
--------
Lofsöngur
Guð vors lands, ó, lands vors Guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn.
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár,
og þúsund ár dagur ei meir,
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður Guð sinn og deyr.
Íslands þúsund ár!
--------
LÖG OG REGLA
Hvers vegna eru lög og regla
til að fela hitt og þetta?
Blóðug spor og handjárn smella
skýrslur segja: „Hann var alltaf að detta.”
Börðu hann í bílnum með kylfum og hnúum
hædd’ann og svívirtu með tungum hrjúfum
Ekkert sást nema lítið mar
þetta var slys við vorum ekki þar.
Við heyrðum hann kalla, biðja um vatn,
kvartaði líka um honum væri kalt.
Seinna um nóttina talaði út í bláinn.
það var ekki fyrr í morgun
að við sáum að hann væri dáinn.
Ekki benda á mig, segir varðstjórinn.
Þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn,
Spyrjið þá sem voru á vakt.
Ég ábyrgist þeir munu segja satt.
--------
Mamma ætlar að djamma
Mamma er enn í eldhúsinu, úh, úh, úh,
uppgefin á þessu og hinu, úh, úh, úh.
Teygir sig í kampavínið, kælir það í drasl,
á klaka setur vandamálin, áhyggjur og basl.
Spyrðir sig í sparigallann, úh, úh, úh,
sparslar fésið, reyrir mallann, úh, úh, úh.
Mamma þyrfti að sofna því mamma er svo þreytt
en mamma landar engum þorskum sofi hún út í eitt.
Mamma, mamma ætlar að djamma fá sér nýjan vin.
Mamma, mamma ætlar að djamma elsku kerlingin.
Svo ljúfsárt getur lífið verið, úh, úh, úh,
hún losar sig við krakkagerið, úh, úh, úh.
Rauðum vörum litar glasið, lakkar tásurnar,
lyftir barmi, þarf að toppa hinar pjásurnar.
Af lymsku skal nú lagt á ráðin, úh, úh, úh,
Hvar leynist skársta næturbráðin? Úh, úh, úh.
Stundum er hún heppin en oftast fer allt í fokk
Þá fer hún heim með öskupöddufullann drullusokk.
Mamma, mamma ætlar að djamma til í tuskið er.
Mamma, mamma ætlar að djamma ein með sjálfri sér.
Fengitíminn löngu liðinn, úh, úh, úh,
lokametrinn skal þó skriðinn, úh, úh, úh.
Þó óbeislaðar gamlar merar ættu að brokka heim,
það eru engir prinsar eftir til að brynna þeim.
Mamma, mamma ætlar að djamma hún á engan mann.
Mamma, mamma ætlar að djamma það eina sem hún kann.
Mútta, mútta ætlar að tjútta elsku kerlingin.
Mútta, mútta ætlar að tjútta og finna í þetta sinn
nýja pabbann þinn.
--------
Mamma grét
Það fyrsta sem að ég man eftir var er pelanum ég sleppti.
Það var erfitt svo ég annað í hann lét.
Fyrst var mjólk í pela mínum en svo lifði ég á vínum.
Er ég fór að heiman fullur, mamma grét.
Einn af átta systkinum ólst ég upp með fiskinum.
Ungur stundaði ég sjó og þorskanet.
En samt er ég því hálf feginn að ég gekk ei menntaveginn.
Ég var sjómaður í anda og mamma grét
Ég var tvítugur á sjónum, það var eftirminnilegt.
Ég gat ei komið heim og mamma grét, mamma grét,
Mamma grét því það var vetur, það var bræla’ og suddahret
og ég fékk samviskubit því mamma grét
Og er pabbi gamli dó var ég staddur úti’ á sjó.
Litlu systkinin mín misstu alla von
Þeim ég sálu mína gaf og ég vandist víni af
Mamma vissi að hún átti traustan son
Ég var þrítugur á sjónum, yngsta systir mín tók próf.
Ég fór heim og sló upp veislu
og mamma grét, mamma grét,
Mamma grét hamingjutárum eftir ótal erfið ár.
Þá mér fannst það sjóður fjár er mamma grét
--------
Ó, ÞÚ
Ó, þú, enginn elskar eins og þú.
Engin brosir líkt og þú.
Engin grætur eins og þú.
Ó, þú, ert sú eina sem ég elska nú.
Fjarri þér hvar sem ég er,
ég þrái að vera nærri þér.
Dagurinn líður mig dreymir
um daginn er kynntumst við fyrst.
Dagstyggur aldrei því gleymir
að hafa þig elskað og kysst.
--------
PABBI ÞARF AÐ VINNA
Ekki fara að gráta vinur minn.
Ekki fara að gráta litla skinn.
Þó pabbi þurfi að vinna, þá getur þú sofið rótt.
Ekki fara að vola vina mín.
Ekki skæla eins og mamma þín
þó pabbi þurfi að vinna, pabbi þurfi að vinna í nótt.
Hann þarf að hitta mennina.
Hann þarf að hitta mennina
og fara aðeins með þeim niður í bæ.
Pabbi þarf að vinna í nótt.
Hættu nú að kjökra í koddann þinn.
Já, farðu nú að sofa í hausinn þinn.
Þó mamma skelli hurðum, þá getur þú sofið rótt.
Þó mamma ykkar sé sem þrumuský,
er óþarfi að gera mál úr því
þó pabbi þurfi að vinna, pabbi þurfi að vinna í nótt.
--------
Reyndu aftur
Þú reyndir allt, til þess að ræða við mig.
Í gegnum tíðina ég hlustaði ekki á þig,
ég gekk áfram minn veg, niður til heljar hér um bil
reyndu aftur, ég bæði sé og veit og skil.
Nú hvert sem er, skal ég fylgja þér.
Yfir Esjuna til tunglsins, trúðu mér
ég gekk minn breiða veg, niður til heljar )hér um bil.
Reyndu aftur, ég bæði sé og veit og skil.
--------
RÍÐUM SEM FJANDINN
Ríðum og ríðum og rekum yfir sandinn, ríðum sem fjandinn
sláum í gandinn, svo að skemmti sér landinn.
Ríðum og ríðum og rekum yfir sandinn, ríðum sem fjandinn
sláum í gandinn, þetta er stórkostleg reið.
Glóð er enn í öskunni og flatbrauðssneið í töskunni
rjómalögg í flöskunni við komum glaðir og reifir heim.
--------
RÓSIN
Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós.
þráir lífsins vængjavíddir vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan, hjartasláttinn rósin mín.
Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá mér ást og unað yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín.
--------
SAMFERÐA
Opna dyr uppá gátt til að bjóða mína sátt
það sem einu sinni var það getur lifnað við á ný
Annað líf enginn veit, endalaus er okkar leit
ef þú átt aðeins þetta líf er betra að fara að lifa því
Samferða, öll við erum samferða
hvert sem liggur leið
gatan mjó og breið,
torfær eða greið
Viltu ganga um mínar dyr
verst ég opnaði ekki fyrr
en ég veit að enn er hægt
að biðja um meiri og betri byr
--------
Skýið
Mín leiðin löng er síðan ég lagði upp í ferð.
Ég er ei efnismikið, ekki lengi verð.
Vertu fljótur vinur, ég veitt get svör við því
sem viltu fá að vita um veðurofsans gný.
Vert'ei spar að spyrja en spjara vel þinn hug.
Flýt þér áður feykja þér farvindar á bug
Mín bíður eitt það besta banamein á jörð
að leysast upp í læðing sem litar tímans svörð.
--------
SLÁ Í GEGN
Ef ég ætti óskastein, yrði óskin aðeins ein.
Ég er alltaf að reyna, þú veist hvað ég meina,
um frægð og framandi lönd.
Slá í gegn, slá í gegn, þú veist ég þrái að slá í gegn.
Af einhverjum völdum hefur það reynst mér um megn.
Ég gæti boðið þér betri kjör, bíl og íbúð, brúðarslör.
Vakinn og sofinn, stálsleginn dofinn,
ég reyni að öðlast frægð.
Slá í gegn ...
Ég myndi gera næstum því hvað sem er fyrir frægðina,
nema kannski að koma nakinn fram.
Ó,ó, allt annað fyrir það
Ég færi í heljarstökk afturábak, af littlu bretti fyrir frægðina.
Slá í gegn ...
--------
SPÁÐU Í MIG
Kvöldin eru kaldlynd úti á nesi
kafaldsbylur hylur hæð og lægð
kalinn og með koffortið á bakinu
kem ég til þín segjandi með hægð
spáðu í mig þá mun ég spá í þig
spáðu í mig þá mun ég spá í þig
Nóttin hefur augu einsog flugan
og eflaust sér hún mig þar sem ég fer
heimskulega á þinn fund að fela
flöskuna og mig í hendur þér
Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg
og Akrafjallið geðbilað að sjá
en ef ég bið þig um að flýja með mér
til Omdúrman þá máttu ekki hvá
--------
SÍÐASTA SJÓFERÐIN
Fyrir nokkru fór ég eina sjóferð
því ég vildi reyna ærlegt puð.
Gvend á Eyrinni og Róda raunamædda
hitti ég þar en kokkurinn hét Stína stuð.
Það var alltaf bræla af og til.
Við þráðum sól og sumaryl.
Ég reynd' að hringja heim en mamma grét.
Við höfðum ekkert rafmagnið.
Með sextán týrum lýstum við,
en aldrei vissi ég hvað skipið hét.
Ég hef aldrei vitað aðra' eins sjóferð
því ekkert okkar hafði vit á sjó.
Nei - ég vildi miklu heldur vinna' í skógerð,/
því af sjómennskunni fengið hef ég nóg.
Og einn morgun, þá lentum við í strandi.
Þá var Ryksugan á fullu upp' í brú.
Kring um bátinn saug hún upp Þrjú tonn af sandi
uns kallinn hrópaði upp: „Til vinstri snú.“
Og þá var haldið heim í slipp
svo hratt að báturinn tók kipp.
Grænn í framan gekk ég út og spjó.
Litlir kassar runnu' um allt
og svo verður furðu kalt
þegar veðrið versnar úti á sjó.
Ég hef aldrei vitað aðra' eins sjóferð
því ekkert okkar hafði vit á sjó.
Nei - ég vildi miklu heldur vinna' í skógerð,/
því af sjómennskunni fengið hef ég nóg.
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Áhöfnin er uppi' að úða hval
en skipstjórinn eltir dallinn á sjóskíðum
og ég vildi að ég kæmist heim í Búðardal.
Svo er sagt að Stína stuð
sé nú loksins trúlofuð
Jóa útherja, þar hvarf sú von.
Hann er á kútter Haraldi.
Mig vantar fyrir fargjaldi
til að komast heim og fara' að vinna' í KRON.
Ég hef aldrei vitað sjóferð slíka
og ætla aldrei aftur út á sjó.
Og þótt góður afli geri marga ríka,/
þá hef ég af fiski fengið meir’ en nóg.
--------
SÍÐAN ERU LIÐIN MÖRG ÁR
Ég læðist oft upp á háaloft til að líta í gömul blöð
Þegar sit ég einn koma minningar og atburðarrás verður hröð
Allir strákarnir voru í támjóum skóm og stelpur með túberað hár.
Á sunnudögum var rekstrarsjón, en síðan eru liðin mörg ár.
Þeir greiddu í píku (á þessum dögum)
Þeir greiddu í píku (undir Presley-lögum)
Komdu með uppá loft, þú færð séð margt sem gerðist þá.
Ef ég mér tímavél ætti þá gaman mér þætti að hverfa
aftur um ein tólf þrettán ár.
Þá fannst mér tíðin góð, en brátt við verðum ellimóð.
Það var kannski ekkert smart, Þó var ansi margt sem var skemmtilegt í dentíð
Þegar Glaumbær stóð var hver helgi góð, allt á fullu ár og síð.
Þá var hljómsveit í hverjum skóla. Þá voru sömu vonir og þrár
Þá var rúnturinn meldingarpunkturinn en síðan eru liðin mörg ár.
Þeir greiddu í .....
--------
Söngur um lífið
Í öðrum hverjum söng sem nú er sunginn er tómt svartsýnisraus
og textaskáldin sýnast mörg sorgum þrungin, já, langt upp fyrir haus.
En ég vil heldur syngj' um björtu hliðarnar á ævinnar braut.
Ég er ánægður ef ég á söng í hjartanu og saltkorn í minn graut.
Já, syngjum um lífið og lofum það líka.
Þó að peningana skorti getur hamingjan oft gert menn æði ríka.
Það er nógur tími til að hugs' um dauðann eftir dauðann.
Njóttu lífsins meðan kostur er.
Ég syng bar' um lífið og syngdu með mér.
Þó að jarðskjálftar, eldgos, frost og fárviðri sé' fréttaefni.
þá er fegurðin og ástin - já, og sólskinið hið rétta efni
sem er þess virð' að það sé leitað uppi og notið sé vel,
því að bjartsýni, bros og gleð' í sálinni er best, að ég tel.
Ef leiðist þér að hlust' á nöldur um fátækt og púl,
má alltaf grafa upp lukkusöngva sungna af Rúnari Júl.
Og ef þú vilt fá - skammt af ánægju, gleði og hamingjuvon,
þá ættirðu að hlust' á texta eftir hann Þorstein Eggertsson.
Hann semur um lífið og lofar það líka.
Þó að peningana skorti getur hamingjan oft gert menn æði ríka.
Það er nógur tími til að hugs' um dauðann eftir dauðann.
Njóttu lífsins meðan kostur er.
Ég syng bar' um lífið og syngdu með mér.
--------
Sönn ást
Þó margt ég hafi séð og furðu mikið skeð
fyrir okkar fyrstu kynni tel ég ekki með
tíkalls virði af litlum ævintýrum hér og þar,
freistingarnar biðu okkar svo til allsstaðar.
Hjartað segir til er ástin kemst í spil.
Hvað skeði á milli okkar enn í dag, ég ekki skil.
Eldur fór um æðar mér og langar leiðir sást
að ég hafði fundið þessa einu sönnu ást.
Eldur fór um æðar mér og langar leiðir sást
að ég hafði fundið þessa einu sönnu ást.
Hugsar hver um sig þú sagðir bless við mig
jafnvel sjálfur fjandinn hefði ekki stöðvað þig.
Eftir að þú fórst þá hef ég reynt hvað er að þjást
var hún máske ímyndun þessi eina sanna ást
Eftir að þú fórst þá hef ég reynt hvað er að þjást
var hún máske ímyndun þessi eina sanna ást.
--------
TRAUSTUR VINUR
Enginn veit fyrr en reynir á
hvort vini áttu þá.
Fyrirheit gleymast þá furðu fljótt
þegar fellur á niðdimm nótt.
Já, sagt er að, þegar af könnunni ölið er,
fljótt þá vinurinn fer.
Því segi ég það, ef þú átt vin í raun,
fyrir þína hönd, guði sé laun.
Því stundum verður mönnum á
styrka hönd þeir þurfa þá
þegar lífið, allt í einu, sýnist einskisvert.
Gott er að geta talað við
einhvern sem að skilur þig.
Traustur vinur getur gert kraftaverk
Mér varð á og þungan dóm ég hlaut,
ég villtist af réttri braut.
Því segi ég það, ef þú átt vin í raun
fyrir þína hönd, guði sé laun.
Því stundum verður mönnum á...
--------
VEGBÚINN
Þú færð aldrei'að gleyma þegar ferð þú á stjá.
Þú átt hvergi heima nema veginum á.
Með angur í hjarta og dirfskunnar móð
þú ferð þína eigin, ótroðnu slóð.
Vegbúi, sestu mér hjá.
Segðu mér sögur, já, segðu mér frá.
Þú áttir von, nú er vonin farin á brott, flogin í veg.
Eitt er að dreyma og annað að þrá.
Þú vaknar að morgni veginum á.
--------
Viltu með mér vaka í nótt
Viltu með mér vaka' í nótt?
Vaka' á meðan húmið hljótt
leggst um lönd og sæ, lifnar fjör í bæ?
Viltu með mér vaka' í nótt?
Vina mín kær, vonglaða mær,
ætíð ann ég þér.
Ást þína veittu mér
aðeins þessa einu nótt.
--------
Vinarkveðja
Besti vinur bak við fjöllin háu,
blærinn flytur mín kveðjuorð til þín,
hvíslar í eyru ljúfu ljóði smáu,
löng er biðin uns kemur þú til mín.
Manstu ekki sumarkvöldin sælu,
er við sátum við dalsins tæru lind
og hlýddum undurhljóð á hörpu minnar óð
og ortum fögur ástarljóð.
Er ég vaki um nætur og vænti þín
og það vorar allt grætur þig ástin mín.
Þegar vorfugla kvaka komdu vinur til baka,
og við vökum og dönsum meðan vornóttin dvín.
--------
ÞAÐ ER GOTT AÐ ELSKA
Það var einn morgun snemma sumars, þegar sólin kíkti inn
ég sat við gluggann með kaffið, var að horfa á himininn
geislarnir tipluðu inn á hvítum fótum og földu brosin sín
og fundu þig undir sænginni mjúku og opnuðu augun þín.
Það er gott að elska, og það er gott að elska
það er gott að elska, konu eins og þig.
Þú býður mér blíðlega góðan dag og drekkur þitt kínverska te
dimmblá fegurð augna þinna er það eina sem ég sé
Það er ljúft að horfa á þig og finna friðinn sem leggur frá þér
þú ert falleg svona nývöknuð, þú ert allt sem ég óska mér.
Og nú er ég orðinn faðir og finn hvursu ljúft það er
að fá furðu smáar hendur að morgni dags um háls á mér.
Og gagnvart konu eins og þér er ástin mitt eina svar
og ef það er líf eftir þetta líf þá mun ég elska þig líka þar.
--------
ÞAÐ GETA EKKI ALLIR VERIÐ GORDJÖSS
Líkt og fuglinn Fönix rís fögur lítil diskódís
upp úr djúpinu gegnum diskóljósafoss.
Ég er flottur, ég er frægur, ég er kandís kandífloss.
Söngröddin er silkimjúk, sjáið bara þennan búk
instant klassík, hér er allt á réttum stað.
Ég er fagur, ég er fríður, ég er glamúr gúmmelað.
Það geta' ekki allir verið gordjöss.
Það geta' ekki allir verið töff.
Það geta' ekki allir orðið fabjúlöss eins og ég.
Það geta' ekki allir verið gordjöss.
Það geta' ekki allir meikað' það eins og ég.
Húðinni í Díor drekkt, dressið óaðfinnanlegt
hvílík fegurð, hvað get ég sagt?
Ég er dúndur, ég er diskó, það er mikið í mig lagt.
--------
ÞJÓÐVEGURINN
Nú finn ég fiðringinn, ég fylli bílinn minn.
Þar er að verki gamli ferðahugurinn.
Svo er ekið af stað og ekki áð um sinn.
Ég ætla að glíma í allan dag við þjóðveginn.
Ég tek minn poka og tjald, tek mitt veiðidót.
Við tekur hamslaus keyrsla yfir urð og grjót.
Og á áfangastað, hvíl og gleði ég finn.
Allan daginn hef ég glímt við þjóðveginn.
Glímt við þjóðveginn, þessa grýttu braut.
Glímt við þjóðveginn, gegnum dalanna skaut.
Tjaldi upp að slá, fjöllin eru blá.
Nú liggur ekki lengur lífið á.
Má ég skríða hér inn, oní svefnpokann þinn?
Því ég hef allan daginn glímt við þjóðveginn.
--------
Þá kemur þú
Þrýstingurinn í loftinu er veðrið inní mér
Þó ég lækki um eitt millibar, get ég ekkert sagt á ekkert svar
Stormurinn á undan logninu er biðin eftir þér
Nú spáir roki og spáir kvíða, áframhaldandi kuldum víða
Hvenær get ég hætt að skríða og gengið uppréttur
Svo kemur þú, svo kemur þú
Þá rofar til á milli hríða
Þú ert friðurinn á milli stríða
Svo kemur þú, svo kemur þú
Þér fylgir jafnan logn og blíða
Sunnanátt og almenn þíða
Þó ég biðji um nýja veðurspá er ekkert víst að úr henni rætist
Er áhugasamur um eigin gróður en hef aldrei verið veturfróður og
Lægðirnar sem leggjast á mig koma í veg fyrir að ég kætist
Þegar dagurinn verður aldrei bjartur og hugurinn orðinn bikarsvartur
Eins og óbotnaður fyrripartur, órímaður
--------
Þú ert mín
Leyfðu mér að horfa í augu þín
svo djúp og skær frá þeim ástin skín
ég vil bara vera einn með þér
Mér þér ég þrái að lifa lífinu
það gefur tilgang okkar tilveru
án þín ég veit ekki hvað biði mín
Ef þú hverfur mun ég leita þín
um veröld alla því þú ert mín
þú veist að þú getur á mig treyst
Góðir draumar segja sögur þær
að við munum eignast stjörnur tvær
ég veit þær munu skína og hreint og skært
Draumar framtíðannar skyggnast í
það var allt fallegt ég fagna því
og veit að þú verður alltaf mín
--------
Þú komst við hjartað í mér
Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég,
þú komst, þú komst við hjartað í mér.
Ég þori að mæta hverju sem er,
þú komst, þú komst við hjartað í mér.
Á diskóbar, ég dansaði frá sirka tólf til sjö.
Við mættumst þar, með hjörtun okkar brotin bæði tvö.
Ég var að leita að ást! ég var að leita að ást!
Það er munur á, að vera einn og vera einmana.
Ég gat ei meir, var dauðþreyttur á sál og líkama.
Ég var að leita að ást! ég var að leita að ást!
--------
ÞÚSUND SINNUM SEGÐU JÁ
Á hverjum morgni ég hugsa til þín,
þú varst heit og ilmandi.
Er þú lagðist við hliðina á mér,
kitlaðir og kitlaðir mig svo mig svimaði.
Svo lengi elskuðumst við, þig ég vefja tók......
Þúsund sinnum segðu já, þúsund sinnum segðu ó.
Segðu hvað þér þykir gott, segðu hvað þér þykir.
Þúsund sinnum segðu já, þúsund sinnum segðu ó.
Segðu hvað þér þykir gott, segðu já.
Allt þetta er líf er búið spil,
þú ert farin þína leið.
--------
BOHEMIAN RHAPSODY
Is this the real life? Is this just fantasy? Caught in a landslide
No escape from reality; Open your eyes - Look up to the skies and see
I'm just a poor boy, I need no sympathy
Because I'm easy come, easy go - Little high, little low
Anyway the wind blows, doesn't really matter to me, to me
Mama, just killed a man - Put a gun against his head
Pulled my trigger, now he's dead
Mama, life had just begun - But now I've gone and thrown it all away
Mama, oo-o-o-o-oo - Didn't mean to make you cry
But if I'm not back again this time tomorrow
Carry on, carry on, as if nothing really matters
Too late, my time has come - Sends shivers down my spine
Body's aching all the time
Goodbye everybody - I've got to go
Gotta leave you all behind and face the truth
Mama, oo-o-o--oo - (anyway the wind blows)
I don't want to die
I sometimes wish I'd never been born at all...
INSTRUMENTAL BRIDGE
I see a little silhouetto of a man
(Scaramouch, scaramouch will you do the fandango
Thunderbolt and lightning - very very frightening me)
Galileo, (Galileo), Galileo, (Galileo),
Galileo Figaro - (magnifico-o-o-o-o)
I'm just a poor boy and nobody loves me
(He's just a poor boy from a poor family
Spare him his life from this monstrosity)
Easy come easy go - will you let me go
Bismillah! No! We will not let you go – let him go
Bismillah! We will not let you go - let him go
Bismillah! We will not let you go - let him go
Will not let you go - Will not let you go
No, no, no, no, no, no, no no no-no-
Oh mama mia, mama mia, (mama mia let me go
Beelzebub has a devil put aside for me, for me, for ME!
Ó, hve lengi, lengi, lengi ég beið.