Jólalög (smella hér til að sækja pdf Jólalög)
ADAM ÁTTI SYNI SJÖ
Adam átti syni sjö, sjö syni átti Adam.
Adam elskaði alla þá, og allir gerðu sem Adam.
Hann sáði, hann sáði.
Hann klappaði saman lófunum,
hann stappaði niður fótunum,
Hann ruggaði sér í lendunum og sneri sér í hring
Annar í jólum
Er eitthvað sérstakt við annan dag jóla er einhver sem fæddist þann dag
Á hann sér sögu, augljósan tilgang, á hann sitt einkennislag
Í ætt var það reyndar sem rétt er að nefna og ráðlagt að staldra aðeins við
Fjölskyldu boðið annan í jólum þann fallega íslenska sið
Organdi smákrakkar, ærðir af sykri, Unglingar fýldir með gos
timbraðar systur með syfjaða maka og sífreðin ámálu bros
Ógiftar frænkur í aðþrengdum kjólum og akfeitir frændur í stíl
Fjölskyldu boðið annan í jólum það er einhver klassi yfir því
Fjölskyldan saman á ný í sindrandi seríu ljóma
Útkeyrðar mæður á meltunni liggja í munnvikum ris ala mand
Úti á svölum er amma að reykja alsæl með kaffi og Grand
Tengdó er komin á trúnó með afa - Tertan er farin í spað
Fjölskyldu boðið annan í jólum það er eitthvað sérstakt við það
Fjölskyldu boðið annan í jólum það er eitthvað sérstakt við það
Jóla boðið annan í jólum þó eitthvað sé bogið við það
AÐFANGADAGSKVÖLD
Nú er Gunna á nýju skónum, nú eru að koma jól,
Siggi er á síðum buxum, Solla' í bláum kjól.
Solla' í bláum kjól, Solla' í bláum kjól,
Siggi er á síðum buxum, Solla' í bláum kjól.
Mamma er enn í eldhúsinu eitthvað að fást við mat.
Indæla steik hún er að færa upp á stærðar fat.
Upp á stærðar fat, upp á stærðar fat,
indæla steik hún er að færa upp á stærðar fat.
Pabbi enn í ógnar basli á með flibbann sinn.
"Fljótur, Siggi, finndu snöggvast flibbahnappinn minn".
"Flibbahnappinn minn, flibbahanppinn minn,"
"Fljótur, Siggi, finndu snöggvast
flibbahnappinn minn".
Kisu er eitthvað órótt líka, út fer brokkandi.
Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi.
Er svo lokkandi, er svo lokkandi,
ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi.
Jólatréð í stofu stendur, stjórnuna glampar á.
Kertin standa á grænum greinum, gul og rauð og blá.
Gul og rauð og blá, gul og rauð og blá,
kertin standa á grænum greinum, gul og rauð og blá.
Á jólunum er gleði og gaman
:.: Á jólunum er gleði og gaman - fúm, fúm, fúm :.:
Þá koma allir krakkar með í kringum jóla tréð.
Þá mun ríkja gleði og gaman, allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!
:.: Og jólasveinn með sekk á baki - fúm, fúm, fúm :.:
Hann gægist inn um gættina á góðu krakkana.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman fúm, fúm, fúm!
:.: Á jólunum er gleði og gaman fúm, fúm, fúm :.:
Þá klingja allar klukkur við og kalla á gleði og frið.
Þá mun ríkja gleði og gaman, allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!
Bells will be ringing
Bells will be ringing the sad, sad news
Oh what a Christmas to have the blues
My baby's gone I have no friends
To wish me greetings once again
Crowds will be singing "Silent Night"
Christmas carols by candlelight
Please come home for Christmas,
please come home for Christmas
If not for Christmas, by New Year's night
Friends and relations send salutations
Sure as the stars shine above
But this is Christmas, yes, Christmas my dear
The time of year to be with the one you love
So won't you tell me you'll never more roam
Christmas and New Year's will find you home
There'll be no more sorrow, no grief and pain
And I'll be happy, (1: happy) once again (2:Christmas)
BJART ER YFIR BETLEHEM
Bjart er yfir Betlehem, blikar jólastjarna
Stjarnan mín og stjarnan þín, stjarna allra Barna.
Var hún áður vitringum vegaljósið skæra.
Barn í jötu borið var, barnið ljúfa, kæra.
Víða höfðu vitringar vegi kannað hljóðir
Fundið sínum ferðum áfjöldamargar þjóðir.
Barst þeim allt frá Betlehem birtan undur skæra.
Barn í jötu borið var, barnið ljúfa, kæra.
Barni gjafir báru þeir. blítt þá englar sungu.
Lausnaranum lýstu þeir, lofgjörð Drottni sungu.
Bjart er yfir Betlehem, blikar jólastjarna .
stjarnan mín og stjarnan þín, stjarna allra, Barna.
Höfundur lags: Erlent þjóðlag
Höfundur texta: Ingólfur
Blue Christmas
I'll have a blue Christmas without you
I'll be so blue just thinking about you
Decorations of red on a green Christmas tree
Won't be the same dear, if you're not here with me
And when those blue snowflakes start fallin'
That's when those blue memories start callin'
You'll be doin' alright with your Christmas of white
But I'll have a blue, blue, blue, blue Christmas
Instrumental:
You'll be doin' alright with your Christmas of white
But I'll have a blue, blue, blue, blue Christmas
I'll have a blue Christmas that's certain
And when that blue heartache starts hurtin'
You'll be doin' all right, with your Christmas of white
But I'll have a blue, blue Christmas
BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN
Bráðum koma blessuð jólin börnin fara' að hlakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti' og spil.
Kerti' og spil, kerti' og spil í það minnsta kerti' og spil.
Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá.
Eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá.
Gaman þá, gaman þá ákaflega gaman þá.
BRÁÐUM KOMA JÓLIN
Skín í rauðar skotthúfur skugga langan daginn,
Jólasveinar læðast að, sjást um allan bæinn.
Ljúf í geði leika sér lítil börn í desember,
inn í frið' og ró, út´í frost og snjó því að brátt koma björtujólin,
bráðum koma jólin.
Uppi á lofti, inni í skáp eru jólapakkar,
titra öll af tilhlökkun tindilfættir krakkar.
Komi jólakötturinn kemst hann ekki´ í bæinn inn,
inn' í frið og ró, út´ í frost og snjó, því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin
.
Stjörnur tindra stillt og rótt,stafa geislum björtum.
Norðurljósin loga skær leika á himni svörtum.
Jólahátíð höldum vér hýr og glöð í desember
þó að feyki snjó þá í friði og ró við höldum heilög jólin
heilög blessuð jólin.
The Christmas Song
Chestnuts roasting on an open fire
Jack Frost nipping at your nose
Yuletide carols being sung by a choir
And folks dressed up like Eskimos
Ev'rybody knows a turkey and some mistletoe
Help to make the season brightD7}
Tiny tots with their eyes all aglow
Will find it hard to sleep to-night
They know that Santa's on his way
He's loaded lots of toys and goodies on his sleigh
And ev'ry mother's child is gonna spy
To see if reindeer really know how to fly
And so I'm offering this simple phrase
To kids from one to ninety-two
Al-though it's been said many times, many ways
Merry Christ-mas_____ to you
ÉG FÆ JÓLAGJÖF
Ég fæ jólagjöf, ég fæ jólagjöf, ég fæ jólagjöf.
En hver hún verður það er vandi að spá.
Ég fæ jólagjöf, ég fæ jólagjöf, ég fæ jólagjöf
Eitthvað sem gaman er og gott að fá.
Ég fæ einn pakka frá afa og ömmu
og annan líka frá pabba' og mömmu.
En þennan böggul og bréfið til þín
sendi' ég bara upp á grín.
Nú finnst mér tíminn svo lengi að líða,
Það er svo langt fram til kvölds að bíða.
Þá kemur ef til vill eitthvað frá þér
ef þú manst þá eftir mér.
Ég fæ jólagjöf, ég fæ jólagjöf, ég fæ jólagjöf.
En hver hún verður það er vandi að spá.
ÉG SÁ MÖMMU KYSSA JÓLASVEIN
Ég sá mömmu kyssa jólasvein við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá til að líta gjafir á,
hún hélt ég væri steinsofandi Stínu dúkku hjá
og ég sá mömmu kitla jólasvein
og jólasveinninn út um skeggið hlær.
Ja, sá hefði hlegið með hann faðir minn hefð'ann séð
mömmu kyssa jólasvein í gær.
Englakór frá himnahöll
Englakór frá himnahöll
hljómar yfir víða jörð.
Enduróma fold og fjöll
flytja glaða þakkargjörð.
Glo-ri-a in excelsis Deo,
Glo-ri-a in excelsis Deo.
Hirðar því er hátíð nú,
hví er lofið fullt af söng.
Hver er fregnin helga sú
er heyrir vetrarnóttin löng.
Gloría in exelcis deo.
Kom í Betlehem er hann,
heill sem allir veröld fær.
Kom í lágan lítinn rann,
lausnara sínum krjúptu nær.
Gloría in exelcis deo.
ER LÍÐA FER AÐ JÓLUM
Drungi í desember dagskíman föl svo skelfing lítil er
en myrkrið er svo magnað og myrkrið er svo kalt
Þá kvikna kertaljós og kvikir fætur tifa á hal og drós
senn frelsara er fagnað þá færist líf í allt
Þótt úti möskri hríð allt verður bjart og hlýtt
það er alls staðar tónlist ylhýr og fín sem ómar undurblítt
Er líða fer að jólum (líða fer að jólum)
og hátíð fer í hönd (hátíð fer í hönd)
Er líða fer að jólum (líða fer að Ajólum) og hátíð fer í hönd
Glóandi í gluggunum glöð ljósin víkja burtu skuggunum
Allir gott nú gjöri en gleymi sút og sorg
Áður svo auð og köld uppljómast borgin nú með bílafjöld
fótataki og fjöri sem fyllir stræti og torg
Þó margir finni’ ei frið og fari við gæfuna á mis
þá lífgar samt upp og léttir þungt skap líflegur ys og þys
Er líða fer að jólum (líða fer að jólum)
og hátíð fer í hönd (hátíð fer í hönd)
Er líða fer að jólum (líða fer að jólum) og hátíð fer í hönd
Faðir andanna - 523
Faðir andanna, frelsi landanna,
ljós í lýðanna stríði,
send oss þitt frelsi, synda slít helsi,
líkna stríðanda lýði.
Lýstu heimana, lífga geimana,
þerrðu tregenda tárin.
Leys oss frá illu, leið oss úr villu,
lækna lifenda sárin.
Sælu njótandi, sverðin brjótandi
faðmist fjarlægir lýðir.
Guðs ríki drottni, dauðans vald þrotni,
komi kærleikans tíðir.
Faðir ljósanna, lífsins rósanna,
lýstu landinu kalda.
Vertu oss fáum, fátækum, smáum
líkn í lífsstríði alda.
Gefðu mér gott í skóinn
Gefðu mér gott í skóinn góði jólasveinn í nótt .
Úti þú arkar snjóinn, inni sef ég vært og rótt .
Góði þú mátt ei gleyma glugganum er sef ég hjá
Dásamlegt er að dreyma um dótið sem ég fæ þér frá .
Góði sveinki gætt' að skóm gluggakistu á .
Og þú mátt ei arka hjá án þess að setja neitt í þá.
Gefðu mér eitthvað glingur góði jólasveinn í nótt .
Meðan þú söngva syngur sef ég bæði vært og rótt .
Gefðu mér gott í skóinn góði jólasveinn í nótt.
Úti þú arkar snjóinn, inni sef ég vært og rótt.
Ó, hve skelfing yrði' ég kát ef þú gæfir mér
eina dúkku, ígulker, eða bara hvað sem er.
GEKK ÉG YFIR SJÓ OG LAND
Gekk ég yfir sjó og land, hitti þar einn gamlan mann.
Sagði svo og spurði svo, hvar áttu heima?
"Ég á heima' á Klapplandi, Hopplandi, Stapplandi, Hnerrlandi, Grátlandi, Hlælandi, Íslandi.
Ég á heima' á Íslandi, Íslandinu góða."
Gleði og friðarjól
Út með illsku og hatur, inn með gleði og frið.
Taktu á móti jólunum, með Drottinn þér við hlið.
Víða' er hart í heimi, horfin friðar sól.
Þar geta ekki allir haldið, gleði- og friðarjól.
Mundu að þakka Guði, gjafir frelsi og frið ,
þrautir, raunir náungans, víst koma okkur við .
Bráðum klukkur klingja, kalla " Heims um ból."
Vonandi þær hringja flestum, gleði og friðarjól.
Biðjum fyrir öllum þeim, sem eiga bágt og þjást
víða mætti vera meir´ um, kærleika og ást.
Bráðum koma jólin, bíða gjafirnar
út um allar byggðir, verða boðnar kræsingar .
En gleymum ekki guði, hann son sinn okkur fól
gleymum ekki að þakka, fyrir gleði og friðarjól.
GÖNGUM VIÐ Í KRINGUM
Göngum við í kringum einiberjarunn,
einiberjarunn, einiberjarunn.
Göngum við í kringum einiberjarunn
snemma á mánudagsmorgni.
Svona gerum við er við þvoum okkar þvott,
vindum okkar þvott,
hengjum okkar þvott,
teygjum okkar þvott,
strjúkum okkar þvott,
skúrum okkar gólf,
greiðum okkar hár,
göngum kirkjugólf
seint á sunnudagsmorgni.
Have Yourself A Merry Little Christmas
Have yourself a merry little Christmas
Let your heart be light
From now on our troubles will be out of sight
Have yourself a merry little Christmas
Make the Yule-tide gay
From now on our troubles will be miles away
Here we are as in olden days
Happy golden days of yore
Faithful friends who are dear to us
Gather near to us once more
Through the years we all will be together
If the fates allow
Hang a shining star upon the highest bough
And have yourself a merry little Christmas now
HEIMS UM BÓL
Heims um ból helg eru jól, signuð mær son Guðs ól,
frelsun mannanna, frelsisins lind,
frumglæði ljóssins en gjörvöll mannkind
meinvill í myrkrunum lá, meinvill í myrkrunum lá.
Heimi í hátíð er ný, himneskt ljós lýsir ský,
liggur í jötunni lávarður heims,
lifandi brunnur hins andlega seims,
konungur lífs vors og ljóss, konungur lífs vors og ljóss.
Heyra má himnum í frá englasöng: "Halelúja".
Friður á jörðu því faðirinn er
fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér
samastað syninum hjá, samastað syninum hjá.
HJÁLPUM ÞEIM
Gleymdu' ekki þínum minnstabróður þó höf og álfur skilji að.
Kærleikurinn hinn miklisjóður í hjarta hverju á sérstað.
Í von og trú er fólginn styrkur, sem öllu myrkri getur eytt.
Í hverjum manni Jesús Kristur, Sem mannkyn getur leitt.
Á skjánum birtast myndir, við fáum af því fréttir
að hungursneyð ógni heilli þjóð,
menn konur og börn bíði dauðans,án hjálpar eigi enga von.
Búum til betri heim, sameinumst hjálpum þeim,
sem minna mega sín, þau eru systkin mín.
Vinnum að friði á jörð lífsréttinn stöndum vörð öll sem eitt.
HVÍT JÓL
Ég man þau jólin, mild og góð er mjallhvít jörð í ljóma stóð.
Stöfum stjörnum bláum frá himni háum í fjarska kirkjuklukkna hljóm.
Ég man þau jól, hinn milda frið á mínum jólakortum bið
að ævinlega eignist þið heiða daga, helgan jóla frið.
HÁTÍÐ Í BÆ
Ljósadýrð loftin gyllir, lítið hús yndi fyllir,
og hugurinn heimleiðis leitar því æ, man ég þá er hátíð var í bæ.
Ungan dreng ljósin laða, litla snót geislum baða.
Ég man það svo lengi sem lifað ég fæ lífið þá er hátið var í bæ.
Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna,
hönd í hönd þau leiddust kát og rjóð.
Sælli börn mun sjaldgæft vera' að finna,
ég syng um þau mín allra bestu ljóð.
Söngur blítt svefninn hvetur, systkin tvö geta' ei betur,
en sofna hjá mömmu, ég man þetta æ, man það þá er hátíð var í bæ.
Í BETLEHEM
Í Betlehem er barn oss fætt, barn oss fætt.
Því fagni gjörvöll Adams ætt,
Ha-le-lú-ja, hale-lú-ja
Það barn oss fæddi fátæk mær, fátæk mær.
Hann er þó dýrðar Drottinn skær
Ha-le-lú-ja, hale-lú-ja
Hann var í jötu lagður lágt, lagður lágt
en ríkir þó á himnum hátt.
Ha-le-lú-ja, hale-lú-ja
Hann vegsömuðu vitringar, vitringar
hann tigna himins herskarar.
Ha-le-lú-ja, hale-lú-ja
Þeir boða frelsi' og frið á jörð, frið á jörð
og blessun Drottins barnahjörð.
Ha-le-lú-ja, hale-lú-ja
Vér undir tökum englasöng, englasöng
og nú finnst oss ein nóttin löng.
Ha-le-lú-ja, hale-lú-ja
Vér fögnum komu Frelsarans, Frelsarans,
vér eru systkin orðin hans.
Ha-le-lú-ja, hale-lú-ja
Hvert fátæk hreysi höll nú er, höll nú er,
því Guð er sjálfur gestur hér.
Ha-le-lú-ja, hale-lú-ja
Í myrkrum ljómar lífsins sól, lífsins sól.
Þér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól.
Ha-le-lú-ja, hale-lú-ja
I Saw Mommy Kissing Santa Claus
I saw Mommy kissing Santa Claus,
underneath the mistletoe last night
She didn't see me creep, down the stairs to have a peep
She thought I was tucked up in my bedroom fast asleep.
Than I saw Mommy tickle Santa Claus,
underneath his beard so snowy white,
Oh, what a laugh it would have been,
If Daddy had only seen ,
Mommy kissing Santa Claus last night (repeat)
Í SKÓGINUM STÓÐ KOFI EINN
Í skóginum stóð kofi einn, sat við gluggann jólasveinn,
þá kom lítið héraskinn, sem vildi komast inn:
”Jólasveinn ég treysti' á þig, því veiðimaður skýtur mig.”
”Komdu litla héraskinn, því ég er vinur þinn.”
En veiðimaður kofann fann, jólasveinninn spurði hann:
“Hefur þú séð héraskinn hlaupa’ um hagann þinn?”
“Hér er ekkert héraskott. Hypja þú þig héðan brott.”
Veiðimaður burtu gekk, og engan héra fékk.
It's The Most Wonderful Time of the Year
It's the most wonderful time of the year,
With the kids jingle belling and everyone telling you,
"Be of good cheer" --
It's the most wonderful time of the year.
It's the hap - happiest sea-son of all,
With those holiday greetings and gay happy meetings
When friends come to call;
It's the hap - happiest sea - son of all.
Bridge:
There'll be parties for hosting, marshmallows for toasting
And caroling out in the snow;
There'll be scary ghost stories and tales of the glories
Of Christmases long, long ago.
It's the most wonderful time of the year.
There'll be much mistletoeing and hearts will be glowing
When loved ones are near;
It's the most wonderful time of the year.
Repeat Bridge:
It's the most wonderful time of the year.
There'll be much mistletoeing and hearts will be glowing
When loved ones are near;
It's the most wonderful time, it's the most wonderful time,
It's the most wonderful time of the year.
JÓLAHJÓL
Undir jóla hjóla tré er pakki
Undir jóla hjóla tré er voðalega stór pakki
í silfurpappír og mamma og pabbi glotta í laumi í kampinn
Skild'það vera jólahjól - Skild' þetta vera jólahjól
Skild'a vera jólahjól - Skild'etta vera jólahjól
Úti í jólahjólabæ slær klukka
úti í jólahjólabæ hringir jólahjólaklukkan jólin inn
Ég mæni útum gráa glugga
og jólasveinninn glottir bakvið ský út í bæði
Skild'það vera jólahjól
Skild' þetta vera jólahjól
JÓLAKLUKKUR
Klukknahreim, klukknahreim hljóma fjöll og fell.
Klukknahreim, klukknahreim ber á blástirnd svell.
Stjarnan mín, stjarnan þín stafar geisla’ um hjarn.
Gaman er að geta’ um jól glaðst sem lítið barn.
Þótt ei sjái sól, sveipar jarðarból,
hug og hjarta manns heilög birta’ um jól.
Mjöllin heið og hrein hylur laut og stein.
Á labbi má þar löngum sjá lítinn jólasvein.
Klukknahreim, klukknahreim hljóma fjöll og fell.
Klukknahreim, klukknahreim ber á blástirnd svell.
Stjarnan mín, stjarnan þín stafar geisla’ um hjarn.
Gaman er að geta’ um jól glaðst sem lítið barn.
Komið, komið með kringum jólatréð.
Aldrei hef ég eins augnaljóma séð.
Björn fær hlaupahjól, Halla nýjan kjól.
Sigga brúðu sína við syngur: „Heims um ból“.
JÓLASVEINAR EINN OG ÁTTA
Jólasveinar einn og átta, ofan komu' af fjöllunum,
í fyrrakvöld þeir fóru að hátta, fundu hann Jón á Völlunum.
Andrés stóð þar utan gátta, það átti að færa hann tröllunum.
Þá var hringt í Hólakirkju öllum jólabjöllunum.
JÓLASVEINAR GANGA UM GÁTT
Jólasveinar ganga’ um gátt með gildan staf í hendi.
Móðir þeirra hrín við hátt og hýðir þá með vendi.
Upp á hól stend ég og kanna,
níu náttum fyrir jól þá kem ég til manna.
JÓLASVEINNINN MINN
Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn
ætlar að koma' í dag
Með poka af gjöfum og segja sögur
og syngja jólalag
Það verður gaman þegar hann kemur
þá svo hátíðlegt er
Jólasveinninn minn, káti karlinn minn
kemur með jólin með sér
Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn
ætlar að koma' í kvöld
Ofan af fjöllum með ærslum og köllum
hann labbar um um holtin köld
Hann er svo góður og blíður við börnin
bæði fátæk og rík
Enginn lendir í jólakettinum allir fá nýja flík
Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn
arkar um holtin köld
Af því að litla jólabarnið á afmæli í kvöld
Ró í hjarta, frið og fögnuð flestir öðlast þá
Jólasveinninn minn, komdu karlinn minn
kætast þá börnin smá
Jólin eru að koma
Jólin eru að koma og jólastjarnan skín
Komdu elsku barnið með bros og ljós til mín
Svo björt og hrein og fögur
Þú birtist ætíð mér
Við kertaljósin tendrum og kveikjum fyrir þér
Jólin, jólin alls staðar
Jólin, jólin alls staðar með jólagleði og gjafirnar.
Börnin stóreyg standa hjá og stara jólaljósin á.
Jólaklukka boðskap ber um bjarta framtíð handa þér
og brátt á himni hækkar sól, við höldum heilög jól.
Let it snow
Oh, the weather outside is frightful,
But the fire is so delightful,
And since we've no place to go,
Let it snow, let it snow, let it snow
It doesn't show signs of stopping,
And I brought some corn for popping.
The lights are turned way down low,
Let it snow, let it snow, let it snow
When we finally kiss good night,
How I'll hate going out in the storm.
But if you really hold me tight,
All the way home I'll be warm.
The fire is slowly dying,
And, my dear, we're still good - byeing,
But as long as you love me so.
Let it snow, let it snow, let it snow
LITLA JÓLABARN
Jólaklukkur Klingja kalda vetrarnótt.
Börnin sálma syngja sætt og ofur hljótt
Englaraddir óma yfir freðna jörð
Jólaljósin ljóma lýsa' upp myrkan svörð
Litla jólabarn,litla jólabarn
ljómi þinn stafar geislum um ís og hjarn.
Indæl ásýnd þín yfir heiminn skín,
litla saklausa jólabarn.
Ljúft við vöggu lága lofum við þig nú.
Undrið ofur smáa eflir von og trú
Veikt og vesælt alið varnarlaust og smátt
Fjöregg er þér falið framtíð heims þú átt
Litla jólabarn . . .
Er þú hlærð og hjalar hrærist sála mín.
Helga tungu tala tærblá augu þín
Litla brosið bjarta boðskap flytur enn
sigrar myrkrið svarta sættir alla menn.
Litla jólabarn . . . .
Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó
Er lægst er á lofti sólin, þá loksins koma jólin.
Við fögnum í friði og ró, meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó .
Það gleðst allur krakkakórinn, er kemur jólasnjórinn.
Og æskan fær aldrei nóg, meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.
Það er barnanna besta stund, þegar byrjar að snjóa á grund.
Úti á flötinni fæðist hratt, feikna snjókall með nef og með hatt.
Svo leggjast öll börn í bólið, því bráðum koma jólin.
Þau fagna í friði og ró, meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó .
Þau fagna í friði og ró, meiri snjó, meiri snjó, meiri s njó .
Most Wonderful Time Of The Year
It's the most wonderful time of the year,
With the kids jingle belling and everyone telling you,
"Be of good cheer"
It's the most wonderful time of the year.
It's the hap – happiest sea- son of all,
With those holiday greetings and gay happy meetings
When friends come to call;
It's the hap – happiest sea – son of all.
There'll be parties for hosting, marshmallows for toasting
And caroling out in the snow;
There'll be scary ghost stories and tales of the glories
Of Christmases long, long ago.
It's the most wonderful time of the year.
There'll be much mistletoeing and hearts will be glowing
When loved ones are near;
It's the most wonderful time of the year.
It's the most wonderful time of the year.
There'll be much mistletoeing and hearts will be glowing
When loved ones are near;
It's the most wonderful time, it's the most wonderful time,
It's the most wonderful time of the year.
NÓTTIN VAR SÚ ÁGÆT EIN
Nóttin var sú ágæt ein, í allri veröld ljósið skein.
Það er nú heimsins þrautar mein, að þekkja ‘ann ei sem bæri.
Með vísnasöng ég vögguna þína hra - æ - ri
Með vísnasöng ég vögguna þína hra - æ - ri
Í Betlehem var það barnið fætt, sem best hefur andar sárin grætt,
svo hafa englar um það rætt sem endurlausnarinn væri.
Með vísnasöng ég . . .
Fjármenn hrepptu fögnuð þann, þeir fundu bæði Guð og mann,
í lágan stall var lagður hann, þó lausnarinn heimsins væri.
Með vísnasöng ég . . .
NÚ SKAL SEGJA
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlar stúlkur gera:
Vagga brúðum. vagga brúðum,
og svo snúa þær sér í hring.
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlir drengir gera:
Sparka bolta, sparka bolta,
hvernig ungar stúlkur gera:
Þær sig hneigja, þær sig hneigja,
hvernin ungir piltar gera:
Taka ofan, taka ofan,
hvernig gamlar konur gera:
Prjóna sokka, prjóna sokka,
hvernig gamlir karlar gera:
Taka í nefið, taka í nefið,
og svo snúa þeir sér í hring.
Ó HELGA NÓTT
Ó helga nótt, þín stjarna blikar blíða,
þá barnið Jesús fæddist hér á jörð.
Í dauða myrkrum daprar þjóðir stríða,
uns Drottinn birtist sinni barnahjörð.
Nú glæstar vonir gleðja hrjáðar þjóðir,
því guðlegt ljós af háum himni skín.
Föllum á kné. Nú fagna himins englar.
Frá barnsins jötu blessun streymir, blítt og hljótt til þín.
Ó helga nótt Ó heilaga nótt.
Vort trúar ljós, þar veginn okkur vísi,
hjá vöggu hans við stöndum hrærð og klökk,
og kyrrlát stjarna kvöldsins öllum lýsi,
er koma vilja hér í bæn og þökk.
Nú konungurinn Kristur Drottinn fæddist,
hann kallar oss í bróðurbæn til sín.
Föllum á kné nú. Fagna himins englar.
Hjá lágum stalli lífsins kyndill, ljóma fagurt skín.
Ó helga nótt ó heilaga nótt.
Ó, JESÚS, BRÓÐIR BESTI
Ó, Jesús, bróðir besti og barna vinur mesti,
æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mín a.
Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa, svo ei mér nái' að spilla.
Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa.
Þín umsjón æ mér hlífi í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði.
Mig styrk í stríði nauða, æ styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi' í mínu hjarta.
Með blíðum barnarómi mitt bænakvak svo hljómi
Þitt gott barn gef ég veri og góðan ávöxt beri.
ÓSKIN UM GLEÐILEG JÓL
Friður ríkir, fellur jólasnjór, flosmjúk drífa yfir grund,
Bjölluhljómur og börn syngja´ í kór, það bíður heimurinn um stund.
Inni í hverju húsi loga kertin litaskær, ljósadýrðin hefur völd.
Jóla stjarna á himninum hlær því hátíð rennur upp í kvöld.
Nú sérhvert barn það brosir stillt, í björtum augum speglast jólaljósið milt,
og jólasveinki fer nú fljótt á stjá, sem flesta krakkana hann langar til að sjá.
Og á því verður heldur engin bið, enn hún flýgur heims um ból
óskin góða um gæfu og frið og um gleðileg jól.
PABBI SEGIR
Pabbi segir, pabbi segir:
"Bráðum koma dýrleg jól."
Mamma segir, mamma segir:
"Magga fær þá nýjan kjól".
Hæ, hæ, ég hlakka til hann að fá og gjafirnar,
bjart ljós og barnaspil, borða sætu lummurnar.
Pabbi segir, pabbi segir:
"Blessuð Magga ef stafar vel,
henni gef ég, henni gef ég,
hörpudisk og gimburskel".
Hæ, hæ, ég hlakka til, hugljúf eignast gullin mín.
Nú mig ég vanda vil, verða góða telpan þín.
Mamma segir, mamma segir:
"Magga litla ef verður góð,
henni gef ég, henni gef ég,
haus á snoturt brúðufljóð".
Hæ, hæ, ég hlakka til, hugnæm verður brúðan fín.
Hæ, hæ, ég hlakka til, himnesk verða jólin mín.
Silver Bells
City sidewalks, busy sidewalks, dressed in Holiday style
In the air there's a feeling of Christmas
Children laughing, people passing , meeting smile after smile
And on every street corner you hear
Silver bells, silver bells
It's Christmas-time in the city
Ring-a-ling, hear them ring
Soon it will be Christmas day
Strings of street lights, even stop lights, Blink a bright red and green
As the shoppers run home with their treasures
Hear the snow crunch, see the kids bunch, this is Santa's big scene
And above all the bustle you hear...
Silver bells, silver bells
It's Christmas-time in the city
Ring-a-ling, hear them ring
Soon it will be Christmas day
White Christmas
I'm dreaming of a white Christmas, just like the ones I used to know
Where the treetops glisten, and children listen
to hear sleigh bells in the snow.
I'm dreaming of a white Christmas, with every Christmas card I write,
May your days be merry and bright
Any may all your Christmases be white.
YFIR FANNHVÍTA JÖRÐ
Yfir fannhvíta jörð leggur frið þegar fellur mjúk logndrífa á grund.
Eins og heimurinn hinkri aðeins við, haldi niðri sér anda um stund.
Eftirvæntingu í augum má sjá, allt er eitthvað svo spennandi í dag.
Jafnvel kisa hún tiplar á tá, þorir tæplega að mala sitt lag.
Svo berst ómur og samhljómur til eyrna af indælum söng.
Tvíræð bros mætast og börnin kætast, en biðin er börnunum löng.
Loksins kveikt er á kertum í bæ, þá er kátt um öll mannana ból.
Og frá afskekktum bæ út við sæ, ómar kveðjan um gleðileg jól.
Svo berst ómur ......
Loksins kveikt er á kertum í bæ, þá er kátt um öll mannana ból.
Og frá afskekktum bæ út við sæ, ómar kveðjan um gleðileg jól.
ÞAÐ BÚA LITLIR DVERGAR Í BJÖRTUM DAL
Það búa litlir dvergar í björtum dal, á bak við fjöllin háu í skógarsal.
Byggðu hlýja bæinn sinn, brosir þangað sólin inn,
fellin enduróma allt þeirra tal
ÞAÐ Á AÐ GEFA BÖRNUM BRAUÐ
Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð svo komist þau úr bólunum,
væna flís af feitum sauð sem fjalla gekk af hólunum,
Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum.
væna flís af feitum sauð sem fjalla gekk af hólunum,
Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum
ÞYRNIRÓS
Hún Þyrnirós var besta barn, besta barn, besta barn.
Hún Þyrnirós var besta barn, besta barn.
Þá kom þar galdrakerling inn, kerling inn, kerling inn.
Þá kom þar galdrakerling inn, kerling inn.
"Á snældu skaltu stinga þig, stinga þig, stinga þig.
Á snældu skaltu stinga þig, stinga þig."
Og þú skalt sofa í heila öld, heila öld, heila öld.
Og þú skalt sofa í heila öld, heila öld.
Hún Þyrnirós svaf heila öld, heila öld, heila öld.
Hún Þyrnirós svaf heila öld, heila öld.
Og þyrnigerðið hóf sig hátt, hóf sig hátt, hóf sig hátt.
Og þyrnigerðið hóf sig hátt, hóf sig hátt.
Þá kom hinn ungi konungsson, konungsson, konungsson.
Þá kom hinn ungi konungsson, konungsson.
"Ó vakna þú mín Þyrnirós, Þyrnirós, Þyrnirós.
Ó vakna þú mín Þyrnirós, Þyrnirós."
Og þá varð kátt í höllinni, höllinni, höllinni.
Og þá varð kátt í höllinni, höllinni.