brekkusongur_uthlid2015

BREKKUSÖNGUR - VERSLUNARMANNAHELGIN Í ÚTHLÍÐ 2014   pdf-skjal til útprentunar 

 

SEPTEMBER 2014 - textar

 

Minning um mann

Nú ætla ég að syngja ykkur lítið fallegt ljóð    um ljúfan dreng sem fallinn er nú frá,  

um dreng sem átti sorgir en ávallt samt þó stóð  sperrtur þó að sitthvað gengi á.  
 

Þið þekktuð þennan mann, þið alloft sáuð hann, drykkjuskap til frægðar sér hann vann.
 

Börnum var hann góður, en sum þó hræddust hann, þau hæddu hann og gerðu að honum gys.  

Þau þekktu ei, litlu greyin, þennan mæta mann, margt er það sem börnin fara á mis.  

Þið þekktuð þennan mann . . .



Munið þið að dæma ei eftir útlitinu menn, en ýmsum yfir þessa hluti sést.

En til er það að flagð er undir fögru skinni enn,  fegurðin að innan þykir best.

Þið þekktuð þennan mann . . .

 

Reyndu aftur

Þú reyndir allt,   til þess að ræða við mig.        

Í gegnum tíðina  ég hlustaði ekki á þig,            

ég gekk áfram minn veg,  niður til heljar hér  um bil

reyndu aftur, ég bæði sé og veit og skil.      

 

Kátir voru karlar á kútter Haraldi.   Til fiskiveiða fóru frá Akranesi.

Og allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó.

Af ánægju út að eyrum hver einasta kerling hló.

 Hún hló, hún hó, hún skelli, skellihló . . .

 

Vertu til, er vorið kallar á þig, vertu til að leggja hönd á plóg.

Komdu út, því að sólskinið vill sjá þig sveifla haka, rækta nýjan skóg.

 

 

Ó Jósep, Jósep, bágt á ég að bíða og bráðum hvarma mína fylla tár,

því fyrr en varir æskuárin líða og ellin kemur með sín gráu hár. 

Ég spyr þig, Jósep, hvar er karlmannslundin og kjarkur sá er prýðir hraustan mann.

Hvenær má ég klerkinn panta,   kjarkinn má ei vanta,

Jósep, Jósep, nefndu daginn þann.   

 

Viltu með mér vaka' í nótt? Vaka' á meðan húmið hljótt      

leggst um lönd og sæ,     lifnar fjör í bæ?

Viltu með mér vaka' í nótt?

Vina mín kær, vonglaða mær,   ætíð ann ég þér. Ást þína veittu mér aðeins þessa einu nótt.

 

Det var brændevin i flasken da vi kom. Det var brændevin i flasken da vi kom.

Men da vi gik så var den tom. Det var brændevin i flasken da vi kom.

Sing så jah, jah, jibbi, jibbi jah . . .

Mér er sama hvar ég lendi, þega'r ég dey. Mér er sama hvar ég lendi, þega'r ég dey.

Ég á vini' á báðum stöðum, sem þar bíða mín í röðum. Mér er sama hvar ég lendi, þega'r ég dey.

 

Jameson

Við drekkum Jameson, við drekkum Jameson allan daginn út og inn  

Við blásum ekki úr nösum af nokkrum vískíglösum en vömbin er þétt og tekur í. 

Við drekkum Jameson ef förum inn á bar, við drekkum Jameson á kvennafari þar  

við erum svaka kallar hey! veggurinn hann hallar - komið og drekkið félagar. 

  

Ég veit þú kemur í kvöld til mín,  þó kveðjan væri stutt í gær,

ég trúi ekki á orðin þín  ef annað segja stjörnur tvær.

Og þá mun allt verða eins og var,  sko, áður en þú veist, þú veist,

og þetta eina sem út af bar  okkar á milli í friði leyst.

Og seinna þegar tunglið hefur tölt um langan veg,

þá tölum við um drauminn sem við elskum þú og ég.

 

EKKERT BREYTIR ÞVÍ

Ef ég ætti fleiri stundir, fleiri mínútur.  Fleiri orð, fleiri nætur fyrir þig. 

Þó að ævin geymi óteljandi sekúndur, þá er oft eins og tíminn svíki mig.

Samt er ekkert sem að breytir því. Samt er ekkert sem að breytir því

hversu heitt þetta hjarta þráir þig. 

Þó að myrkrið virðist endalaust  - vetur, sumar, vor og haust,

skaltu minnast þess að lífið er ýmist fjara eða flóð.

Samt er ekkert sem að breytir því . . .

 

DRAUMUR UM NÍNU

Núna ertu hjá mér, Nína.    Strýkur mér um vangann, Nína. 

Ó, halt'í höndina á mér, Nína.    Því þú veist að ég mun aldrei aftur.

Ég mun aldrei, aldrei aftur.   Aldrei aftur eiga stund með þér.

Það er sárt að sakna einhvers.  Lífið heldur áfram - til hvers?

Ég vil ekki vakna, frá þér.  Því ég veit að þú munt aldrei aftur.

Þú munt aldrei, aldrei aftur.  Aldrei aftur strjúka vanga minn. 

Þegar þú í draumum mínum birtist  allt er ljúft og gott.  

Og ég vild'ég gæti sofið heila öld. 

Því að nóttin veitir aðeins  skamma stund með þér.            

-Er ég vakna...    Nína, þú ert ekki lengur hér.

-Opna augun...   Engin strýkur blítt um vanga mér.

 

SAGAN AF NÍNU OG GEIRA

Ef þú vilt bíða eftir mér, á ég margt að gefa þér.

Alla mína kossa ást og trú. Engin fær það nema þú.

Nína átti heima á næsta bæ, ég næstum það ekki skilið fæ.

Hún var eftir mér alveg óð, ég fékk bréf og í því stóð.

Ef þú vilt bíða eftir mér . . .

Til Reykjavíkur lá mín leið. Langan tíma þar ég beið.

Ég alltaf reyndi en illa gekk, að gleyma bréfinu sem ég fékk.

Ef þú vilt bíða eftir mér . . . .

Ég ók í skyndi upp í sveit. Æskustöðvarnar mínar leit.

En Nína leit mig ekki á. Ég enn ei skil það sem hún sagði þá.

 

Geiri elskan, gráttu ei. Gleymdu mér, ég segi nei.

Þú vildir mig ekki veslings flón, því varð ég að eiga hann vin þinn Jón.

 

Þórsmerkurljóð      

Ennþá geymist það mér í minni,  María, María,                               

hvernig við fundumst í fyrsta sinni, María, María.     

Upphaf þess fundar var í þeim dúr, að ætluðum bæði í Merkurtúr.

María, María, María, María, María, María.

 

Troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér, María, María,                

síðan ætla' ég að sofa hjá þér, María, María.     

Svo örkum við saman vorn æfiveg, er ekki tilveran dásamleg.

María, María, María, María, María, María.

 

Ljúfa Anna, láttu við vissu fá. Þú ein getur læknað mín hjartasár.

Í kvöld er ég sigli' á sænum, í svala, ljúfa blænum,

æ komdu þá svo blíð á brá út í bátinn mér einum hjá.

 

ÉG FANN ÞIG

Ég hef allt líf mitt leitað að þér - leitað og spurt, ertu þar eða hér

því ég trúði að til væri þú, trúði og ég á þig nú.

Loksins ég fann þig líka þú sást mig, ljóminn úr brúnu augunum skein

haltu mér fast í hjarta þér veistu að hjá mér er aðeins þú ein

  

Bjartar vonir vakna, í vorsins ljúfa blæ, bjarmar yfir björgum við bláan sæ

Fagur fuglasöngur, nú fyllir loftin blá - Brjóstin ungu bifast, af blíðri þrá.

Í æðum ólgar blóð í aftan sólarglóð, ég heyri mildan hörpuslátt.    

Ég heyri huldumál, sem heilla mína sál við hafið svalt og safírblátt.

 

Þú komst við hjartað í mér

Á diskóbar,  ég dansaði frá sirka tólf til sjö.    

Við mættumst þar,   með hjörtun okkar brotin bæði tvö

Ég var að leita að ást!  ég var að leita að ást!

Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég,  þú komst, þú komst við hjartað í mér.

Ég þori að mæta hverju sem er,   þú komst, þú komst við hjartað í mér.

 

Ó María mig langar heim

Hann sigldi út um höfin blá í 17 ár og sjómennsku kunni hann upp á hár,

Hann saknaði alla tíð stúlkunnar og mynd hennar stöðugt í hjarta hann bar.

Ó, María mig langar heim. Ó, María mig langar heim.

Því heima vil ég helst vera. Ó, María hjá þér.

 

En fleyið bar hann aldrei heim að fjarðarströnd.  Hann siglir ei lengur um ókunn lönd.

En María bíður og bíður enn, hún bíður og vonar hann komi nú senn.

 

Komdu inn í kofann minn, er kvölda' og skyggja fer.

Þig skal aldrei iðra þess að eyða nótt hjá mér.

Við ævintýraeldana er ýmislegt að sjá,

og glaður skal ég gefa þér allt gullið, sem ég á,

 

Komdu inn í kofann minn, er kvölda' og skyggja fer.

Alltaf brennur eldurinn á arninum hjá mér.

Ég gleymdi einni gjöfinni og gettu hver hún er.

Ég gleymdi bestu gjöfinni, ég gleymdi sjálfum mér.

 

VEGBÚINN

Þú færð aldrei'að gleyma þegar ferð þú á stjá.

Þú átt hvergi heima nema veginum á.

Með angur í hjarta og dirfskunnar móð

þú ferð þína eigin, ótroðnu slóð.

 

Vegbúi, sestu mér hjá.  Segðu mér sögur, já, segðu mér frá.

Þú áttir von, nú er vonin farin á brott, flogin í veg.  

 

Eitt er að dreyma og annað að þrá.

Þú vaknar að morgni veginum á.

Vegbúi, sestu mér hjá . . .  

 

ÉG ER KOMINN HEIM   

Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund.

Kem ég heim og hitti þig, verð hjá þér alla stund. 

Við byggjum saman bæ í sveit sem brosir móti sól.

Þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól.

 

Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga.

Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim.

 

Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim.

Ég er kominn heim,   já, ég er kominn heim.

 

ÞAÐ GETA EKKI ALLIR VERIÐ GORDJÖSS

Líkt og fuglinn Fönix rís fögur lítil diskódís upp úr djúpinu gegnum diskóljósafoss.

Ég er flottur, ég er frægur, ég er kandís kandífloss.

Ú, ú, ú, ú, ú, ú.

Söngröddin er silkimjúk sjáið bara þennan búk - instant klassík, hér er allt á réttum stað.

Ég er fagur, ég er fríður, ég er glamúr gúmmelað.

A, a, a, a, a, a, a, a, a.

Það geta' ekki allir verið gordjöss.  Það geta' ekki allir verið töff.

Það geta' ekki allir orðið fabjúlöss eins og ég.

Það geta' ekki allir verið gordjöss. Það geta' ekki allir meikað' það eins og ég.

A, ha, ha.   Ú, ú, ú, ú, ú, ú, ú, ú.

 

Lífið er yndislegt, sjáðu, það er rétt að byrja hér.  Lífið er yndislegt með þér.

Blikandi stjörnur skína himninum á, ég trúi varla því sem augu mín sjá

ég gef þér hjarta mitt þá skilyrðislaust, þú myndir klífa hæstu hæðir fyrir mig

Ég væri ekkert án þín, myrkrið hverfur því að...    Lífið er yndislegt . . . .

 

Ljúft að vera til

Eyja meyja og peyja ,lof mér að segja, ó, hve ljúft það er að vera til.

Eyja meyja og peyja, lof mér að segja, ó, hve ljúft það er að vera til.

Í bleikri brekkunni við syngjum saman. Svo ljúft að vera þér við hlið.   

Í þínum örmum svo hlýtt svo gaman. Vor bjarta framtíð blasir við.

Hér er hamingja, ást og gleði. Stemmingin í Úthlíð er svo blíð.

Forréttindi að vera með í, veisluhöldunum á þjóðhátíð.  

Eyja meyja og peyja . . .

 

Ísland er land þitt, og  ávallt þú geymir, Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.                              

Ísland er landið, sem ungan þig dreymir. Ísland í vonanna birtu þú sérð.    

Ísland í sumarsins algræna skrúði, Ísland með blikandi norðljósatraf.

Ísland, er feðranna afrekum hlúði. Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.