brekkusongur _oli afi

BREKKUSÖNGUR -  Ólafur Vigfússon 100 ára

 

Á HEIMLEIÐ

Lýsa geislar um grundir, glóir engi og tún.

Unir bærinn sér undir, ægifagurri brún.

Þar ég ungur að árum, átti gleðinnar spor.

Hljóp um hagana, heilu dagana,

bjart er bernskunnar vor. 

 

Æskuvinirnir allir, unna dalanna kyrrð.

Hulduhamarinn, hóllinn, tindurinn,

lindin, lækurinn, litli kofinn minn.

 

Nú er hugurinn heima, hjartað örara slær.

Stríðar minningar streyma, stöðugt færist ég nær.

Skip mitt líður að landi, létt ég heimleiðis sný.

Ljúfu leiðina, litlu heiðina, glaður geng ég á ný. 

--------

DAGNÝ

Er sumarið kom yfir sæinn og sólskinið ljómaði um bæinn

og vafði sérheiminn að hjarta, ég hitti þig ástin mín bjarta.

Og saman við leiddumst og sungum með sumar í hjörtunum ungum,

hið ljúfasta úr lögunum mínum, ég las það úr augunum þínum.

Þótt húmi um heiðar og voga, mun himinsins stjörnudýrð loga

um ást okkar, yndi og fögnuð þó andvarans söngrödd sé þögnuð.

--------

 

--------

EINBÚINN

Ég bý i sveit, á sauðfé á beit og sællegar kýr úti á túni.

Sumarsól heit sem vermir nú reit en samt má ég bíða eftir frúnni. 

Traktorinn minn, reiðhesturinn hundur og dálítið af hænum.

Kraftaverk eitt til oss gæti leitt hýrlega mey burt úr bænum. 

 

Veturinn er erfiður mér svo andskoti fótkaldur stundum.

Ég sæi þig gera eins og mig ylja á þér tærnar á hundum. 

Þeir segja mér að þeysa af stað þær bíði eftir bóndanum vænum.

Ég hef reynt, það veit guð, en það er sko puð að þræða öll húsin í bænum. 

 

--------

Endurfundir

                

Ég hef saknað þín svo mikið frá því síðast er ég sá þig

og ég þorði ekki að segja hvað bjó í hjarta mér.

En ég get ei lengur þagað er ég horfi svona á þig   

því loksins hef ég skilið hvað ástarsæla er.             

Því í hvert sinn er ég sé þig er eins og birti yfir öllu.

Það sem áður var svo venjulegt það breytir allt um svip.

Gráir hversdagslegir dagar sem mig áður kvöld’af leiða,

þeir fyllast nýjum ljóma í sérhvert sinn er ég sé þig.

Ó vertu alltaf hjá mér, þú mátt aldrei fara frá mér.

Ég skal vera þér eins góður og ég mögulega get.

Því ég elska þig svo mikið að ég gæti næstum dáið

fyrir aðeins þessa einu nótt í faðmi þér.     

Í hvert sinn er ég sé þig er eins og birti yfir öllu.

Það sem áður var svo venjulegt það breytir allt um svip.

Gráir hversdagslegir dagar sem mig áður kvöld’af leiða,

þeir fyllast nýjum ljóma í sérhvert sinn er ég sé þig.

Ó vertu alltaf hjá mér, þú mátt aldrei fara frá mér.

Ég skal vera þér eins góður og ég mögulega get.

Því ég elska þig svo mikið að ég gæti næstum dáið

fyrir aðeins þessa einu nótt í faðmi þér.      

           

--------

ÉG ER KOMINN HEIM

   

Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund.

Kem ég heim og hitti þig, verð hjá þér alla stund. 

Við byggjum saman bæ í sveit sem brosir móti sól.

Þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól.

 

Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga.

Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim.

 

Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim.

Ég er kominn heim,   já, ég er kominn heim.

--------

ÉG ER Á LEIÐINNI

Á morgun er kominn nýr dagur og sporin sem ég steig í nótt

fyrnast fljótt á þessum stað. Gleymir þú mér eða hvað?

Skipið skríður frá landi, með skellum við skundum á braut.

Augun skær um höfin breið mér fylgja alla leið.

 

Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni til þess að segja þér hve heitt ég elska þig.

En orðin koma seint og þó ég hafi reynt, mér gengur nógu illa að skilja sjálfan mig.

 

Á  sjónum, enn ég lafi, oft ég heilann brýt um það

hvort örlögin mér hafi ætlað einmitt þennan stað.

 

Þú veist að ég un' ekki í landi, en verklaginn er ég á sjó

svo þú sérð að ég verð að fara þessa ferð.

Skipið skríður frá landi, með skellum við skundum á braut.

Augun skær um höfin breið mér fylgja alla leið.

 

Ég er á leiðinni . . . .

--------

ÉG FANN ÞIG

Ég hef allt líf mitt leitað að þér, leitað og spurt, sérstu þar eða hér

því ég trúði að til væri þú, trúði og ég á þig nú.

 

Loksins ég fann þig líka þú sást mig ljóminn úr brúnu augunum skein

haltu mér fast í hjarta þér veistu að hjá mér er aðeins þú ein

 

Sá ég þig fyrst um sólgullið kvöld, sá þig og fann að hjá mér tókstu völd

því hjá þér ég hvíld finn og frið, ferð mín er bundin þig við

--------

ÉG SKAL SYNGJA FYRIR ÞIG

Ég áði eina nótt en áfram stefnir leið

æ, geymum tregatár ég aðeins tafði hér um skeið

en ég er maður sviðs og söngva og ég syng þar sem menn borga

ég er ráðinn annarstaðar annað kvöld

 

Ég fæ kannski' ekki fé um of né frægðar hárrar nýt

ég valdi forðum veg og þennan veg ég ganga hlýt

ef getur skaltu gleyma vera glöð og reyna' að dreyma

að hamingja og ást þín bíði enn 

 

En þegar ástarsöngva syng ég skal ég syngja fyrir þig

hvað sem aðrir í þeim finna átt þú ein að skilja mig

yfir fullan sal af fólki þar sem freyðir gullið vín

gegnum haf af hundrað brosum mun ég horfa' í augu þín

 

Það kemur ætíð kveðjustund ég hvatt hef fyrr en nú

því áfram liggur leið og þá leið ei ratar þú

það myndi seinna svíða meira við myndum seinna skemma fleira

svo vertu sæl, ég verð að fara nú 

--------

 

FALLINN

Fallinn. Með fjóra komma níu.

Eitt skelfilega skiptið enn. 

Fallinn og útskúfaður maður.

Er ég ekki eins og aðrir menn?

 

Ég er að horfa út um gluggann minn, á alla þá sem fengu fimm.

Og ég les og ég les í sól og sumaryl. Því ég verð að ná í næsta sinn.

 

Pabbi band sjóðandi vitlaus.

Hann vill að ég verði númer eitt. 

Mamma sagði að það væri ekki að marka.

Ég gæti hvort eð er ekki neitt.

 

Ég er að horfa út um gluggann minn, á alla þá sem fengu fimm.

Og ég les og ég les í sól og sumaryl. Því ég verð að ná í næsta sinn.

Ég er að horfa út um gluggann minn, á alla þá sem fengu fimm.

Og ég les og ég les í sól og sumaryl. Því ég verð að ná í næsta sinn.

 

--------

Í FJARLÆGÐ

Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur

og fagrar vonir tengdir líf mitt við.

Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,

er horfnum stundum, ljúfum dvel ég hjá.

 

Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?

Heyrirðu ei storm er kveðju mína ber?

Þú fagra minning eftir skildir eina

sem aldrei gleymist meðan lífs ég er.

--------

Í síðasta skipti

Ég man það svo vel

Manstu það hvernig ég sveiflaði þér

Fram og tilbaka í örmunum á mér

Ég man það, ég man það svo vel 

Því þessar minningar, minningar kvelja mig, kvelja mig

Gerðu það, leyf mér að leiða þig

 

Í síðasta skipti

Haltu í höndina á mér og ekki sleppa

Sýndu mér aftur hvað er að elska

Og o-o-o-o

Segðu mér

Að þú finnir ekkert og enga neista

Og slokknað í þeim glóðum sem brunnu heitast

Þá rata ég út

 

Ég man það svo vel

Manstu það hvernig þú söngst alltaf með

Hver einasta bílferð sem tónleikar með þér

Ég man það, ég man það svo vel 

Því þessar minningar, minningar kvelja mig, kvelja mig

Gerðu það, leyf mér að leiða þig

 

Í síðasta skipti

Haltu í höndina á mér og ekki sleppa

Sýndu mér aftur hvað er að elska

Og o-o-o-o

Segðu mér

Að þú finnir ekkert og enga neista

Og slokknað í þeim glóðum sem brunnu heitast

Í síðasta skipti

Haltu í höndina á mér og ekki sleppa ooo

Sýndu mér aftur hvað er að elska

Og o-o-o-o

Segðu mér

Að þú finnir ekkert og enga neista

Og slokknað í þeim glóðum sem brunnu heitast

Þá rata ég út)

--------

KVÖLDSIGLING

 

Bátur líður út um Eyjasund,

enn er vor um haf og land,

syngur blærinn einn um aftanstund,

aldan niðar blítt við sand.

Ævintýrin eigum ég og þú,

ólgar blóð og vaknar þrá.

Fuglar hátt á syllum byggja bú,

bjartar nætur vaka allir þá.

 

Hvað er betra en vera ungur og ör, eiga vonir og æskufjör?

Geta sungið, lifað leikið sér létt í spori hvar sem er

og við öldunið um aftanstund eiga leyndarmál og ástarfund,

 

--------

LINDIN TÆR

Ó hve gott á lítil lind,  leika frjáls um hlíð og dal.

Líða áfram létt sem hind, líta alltaf nýja mynd,

Hvísla ljóði að grænni grein, glettast ögn við lítinn fót.

Lauma kossi á kaldan stein, kastast áfram tær og hrein.

 

Ég vildi að ég væri eins og þú

og vakað gæti bæði daga og nætur.

Að öllu skyldi kveða óð um unað, ást og trú

sem aldrei bregst en hugga lætur.

Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær

sem lög á sína hundrað strengi slær.

 

Hvísla ljóði að grænni grein,glettast ögn við lítinn fót.

Lauma kossi á kaldan stein, kastast áfram tær og hrein.

Ég vildi að ég væri . . . . . 

--------

LJÚFA ANNA

Ljúfa Anna, láttu við vissu fá.

Þú ein getur læknað mín hjartasár.

Í kvöld er ég sigli' á sænum í svala, ljúfa blænum,

æ komdu þá svo blíð á brá út í bátinn mér einum hjá.

--------

PABBI ÞARF AÐ VINNA

Ekki fara að gráta vinur minn. Ekki fara að gráta litla skinn.

Þó pabbi þurfi að vinna, þá getur þú sofið rótt.

Ekki fara að vola vina mín. Ekki skæla eins og mamma þín

þó pabbi þurfi að vinna, pabbi þurfi að vinna í nótt.

 

Hann þarf að hitta mennina.

Hann þarf að hitta mennina

og fara aðeins með þeim niður í bæ.

Pabbi þarf að vinna í nótt.

 

Hættu nú að kjökra í koddann þinn. Já, farðu nú að sofa í hausinn þinn.

Þó mamma skelli hurðum, þá getur þú sofið rótt.

Þó mamma ykkar sé sem þrumuský, er óþarfi að gera mál úr því

þó pabbi þurfi að vinna, pabbi þurfi að vinna í nótt.

 

Hann þarf að hitta mennina.

Hann þarf að hitta mennina

og fara aðeins með þeim niður í bæ.

Pabbi þarf að vinna í nótt.

--------

Reyndu aftur

       

Þú reyndir allt,       til þess að ræða við mig.        

Í gegnum tíðina ég hlustaði ekki á þig,       

ég gekk áfram minn veg, niður til heljar hér  um bil

reyndu aftur, ég bæði sé og veit og skil.      

 

Nú hvert sem er,   skal ég fylgja þér.         

Yfir Esjuna til tunglsins,  trúðu mér            

ég gekk minn breiða veg, niður til heljar hér  um bil.

Reyndu aftur, ég bæði sé og veit og skil.    

   

--------

Ríðum sem fjandinn

 

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn, ríðum sem fjandinn

skellum í gandinn svona skemmtir sér landinn.

Hæ!

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn, ríðum sem fjandinn

stillum ei gandinn þetta er stórkostlegt geim.

 

Það er fullt af bruggi í flöskunni og flatbrauðsneið í töskunni

og glóð er enn í öskunni við komum öskufullir heim.

--------

RÓSIN

           

Undir háu hamrabelti, höfði drúpir lítil rós.

þráir lífsins vængjavíddir, vorsins yl og sólarljós.

Ég held ég skynji hug þinn allan, hjartasláttinn rósin mín.

Er kristallstærir daggardropar, drjúpa milt á blöðin þín.

    

Æsku minnar leiðir lágu, lengi vel um þennan stað,

krjúpa niður kyssa blómið, hversu dýrðlegt fannst mér það.

Finna hjá mér ást og unað, yndislega rósin mín.

Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín.

     

Æsku minnar leiðir lágu, lengi vel um þennan stað,

krjúpa niður kyssa blómið, hversu dýrðlegt fannst mér það.

Finna  hjá mér ást og unað, yndislega rósin mín.

Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín.

Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín.

--------

SÍÐAN ERU LIÐIN MÖRG ÁR

Ég læðist oft upp á háaloft til að hnýsast í gömul blöð.

Þegar sit ég einn þar koma' upp minningar og atburðarás verður hröð:

Allir strákar vor' í támjóum skóm og stelpur með túberað hár.

Já, og á sunnudögum var restrasjón - en síðan eru liðin mörg ár.

 

Ég var í klíku, á þessum dögum.

Menn greidd' í píku, undir Presleylögum.

Komdu með upp á loft, þú færð séð margt sem gerðist þá (hárið smurt með Adrett).

Ef ég mér tímavél ætti, þá gaman mér þætt' að

fara aftur ein tólf, þrettán ár.

Þá fannst mér tíðin góð en brátt við verðum ellimóð.

 

Það var kannsk' ekkert smart, þó var ansi margt

sem var skemmtilegra í „den tid“.

Þegar Glaumbær stóð var hver helgi góð; allt á fullu ár og síð.

Þá var hljómsveit í hverjum skóla,þá voru sömu vonir og þrár

og þá var rúnturinn meldingapunkturinn - en síðan eru liðin mörg ár.

--------

TRAUSTUR VINUR

    

Enginn veit fyrr en reynir á hvort vini áttu þá.

Fyrirheit gleymast þá furðu fljótt þegar fellur á niðdimm nótt.

Já sagt er að, þegar af könnunni ölið er fljótt þá vinurinn fer.

Því segi ég það, ef þú átt vin í raun fyrir þína hönd Guði sé laun.

 

Því stundum verður mönnum á styrka hönd þeir þurfa þá

þegar lífið, allt í einu sýnist einskisvert.

Gott er að geta talað við einhvern sem að skilur þig.

Traustur vinur getur gert kraftaverk.   

              

Mér varð á, og þungan dóm ég hlaut ég villtist af réttri braut.

Því segi ég það, ef þú átt vin í raun. Fyrir þína hönd Guði sé laun.

Því stundum verður mönnum á styrka hönd þeir þurfa þá

þegar lífið, allt í einu sýnist einskisvert.

Gott er að geta talað við einhvern sem að skilur þig.

Traustur vinur getur gert kraftaverk.   

Því stundum . . .

--------

VEGBÚINN

 

Þú færð aldrei'að gleyma þegar ferð þú á stjá.

Þú átt hvergi heima nema veginum á.

Með angur í hjarta og dirfskunnar móð

þú ferð þína eigin, ótroðnu slóð.

 

Vegbúi, sestu mér hjá.

Segðu mér sögur, já, segðu mér frá.

Þú áttir von, nú er vonin farin á brott flogin í veg.  

 

Eitt er að dreyma og annað að þrá.

Þú vaknar að morgni veginum á.

--------

Þú komst í hlaðið

                                                               

 Þú komst í hlaðið á hvítum  hesti, þú komst með vor í augum  þér.

Ég söng og  fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti  mér

Ég söng og  fagnaði góðum gesti og gaf þér  hjartað í brjósti  mér

 

Ég heyri álengdar hófadyninn, ég horfi langt á eftir  þér.

Og bjart er  alltaf um besta  vininn og blítt er nafn hans á vörum  mér.

Og bjart er  alltaf um besta  vininn og blítt er nafn hans á vörum  mér.

 

 Þó líði dagar og líði  nætur  má lengi rekja gömul  spor.

Þó kuldinn  næði um dala dætur þær dreymir allar um sól og  vor.

Þó kuldinn  næði um daladætur þær dreymir allar um sól og  vor.