Tvöfaldur Kafteinn

Tvöfaldur Kafteinn

 


Tvöfaldur Kafteinn

Ég sat hryggur og sár, út á kinnar með tár
þegar Bakkus reis rotinu úr
Og hann  hvíslaði að mér að koma með sér
og búa mig undir smá túr

Það kom mér af stað og í huganum bað
að enginn mig stoppaði af
Kapteinninn klár og ég veit upp á hár,
ég aftur er kominn á kaf

Svo gef mér  . . . .

Tvo tvöfaldan kaftein
einn í hvora hönd
vertu tilbúinn með viðbót
því mér halda enginn bönd
Öll vandamál eru úr sögu
allt virðist svo klárt og svo hvítt
svo gef mér tvo tvöfalda kaftein
og á morgunn égbyrja upp á nýtt

Því meir' sem ég drekk þó engan þorsta ég slekk
en fyrr en varir allt brosir mér við
Vínanda líf, á vængjum ég svíf
með kapteininn klára við hlið

Hugmyndafrjór, bæði sterkur og stór
jafnvel allsber í stormi er hlýtt.
Þó muni ekki neitt, allt renni í eitt
Á morgunn ég byrja upp á nýtt

Svo gef mér  . . . .

Tvo tvöfaldan kaftein
(ég verð að fá) einn í hvora hönd
vertu tilbúinn með viðbót
því mér halda enginn bönd
Öll vandamál eru úr sögu
allt virðist svo klárt og svo hvítt
svo gef mér tvo tvöfaldan kafteinn
og á morgunn ég byrja upp á nýtt


Tvöfaldur Kafteinn

Hljómsveitin Bronz
Hjörtur Fr. Vigfússon - söngur, raddir, gítar
Vignir Snær Vigfússon - Rafmagnsgítar, kassagítar, strengir
Óli Hólm - Trommur, slagverk
Róbert Þórhallsson - Bassagítar, kontrabassi
Þórir Úlfarsson - Píanó, hljómborð
Raddir: fyrrverandi nemar í ML, ÍKÍ og Coasta Carolina University, Guinnesbræður, frændur og vinir. Tekið upp í Steggjapartý árið 2006

 


Tvöfaldur Kafteinn

[F ]Ég sat hryggur og sár, út á kinnar með tár
þegar Bakkus reis rotinu úr [C]
Og hann hvíslaði að mér að koma með sér
og búa mig undir smá túr[F]

Það [Bb]kom mér af stað og í huganum bað
að [F ] enginn mig stoppaði af [Bb]
Kapteinninn klár og ég [F ]veit upp á hár,
ég aftur er [C]kominn á kaf [F]

[C]Svo gef mér . . . .

[F]Tvo tvöfaldan kaftein
(ég verð að fá) einn í hvora hönd [C]
vertu tilbúinn með viðbót
því mér halda enginn bönd [F]
Öll[Bb] vandamál eru úr sögu
allt[F] virðist svo klárt og svo [Bb]hvítt
svo gef mér tvo tvöfalda [F]kaftein
og á morgunn ég[C] byrja upp á nýtt [F]

[F]Því meir' sem ég drekk þó engan þorsta ég slekk
en fyrr en varir allt brosir mér við[C]
Vínanda líf, á vængjum ég svíf
með kapteininn klára við hlið [F]

[Bb]Hugmyndafrjór, bæði sterkur og stór
jafnvel [F]allsber í stormi er hlýtt. [Bb]
Þó muni ekki neitt, allt [F]renni í eitt
Á morgunn ég [C]byrja upp á nýtt [F]

C]Svo gef mér . . . .

[F]Tvo tvöfaldan kaftein
(ég verð að fá) einn í hvora hönd [C]
vertu tilbúinn með viðbót
því mér halda enginn bönd [F]
Öll[Bb] vandamál eru úr sögu
allt[F] virðist svo klárt og svo [Bb]hvítt
svo gef mér tvo tvöfalda [F]kaftein
og á morgunn ég[C] byrja upp á nýtt [F]